Goðasteinn - 01.09.2010, Page 56
54
Goðasteinn 2010
Þetta heiti hef ég valið þessum fáu minningabrotum.
Það er ósk mín að þau verði varðveitt á einhvern hátt af þeim sem þau
kunna að meta, vegna þess að þau eru ef til vill heimild um horfna tíma.
Það er einlæg ósk mín að þau verði varðveitt á góðum stað, helst á safni í
Rangárþingi.
V.J.
Það sem hér er fest á blað eru nokkur minningabrot gamallar konu sem á
sér að baki löngu gengin spor. Þær myndir sem koma fram í hugann þegar
litið er til baka, eru harla ólíkar því umhverfi og þeim aðstæðum sem sjá má
nú til dags. Spyrja má hvort það sé ekki eðlilegt í tímans rás. Að sjálfsögðu er
það svo að nokkru leyti. Hins vegar tel ég að fólk á mínum aldri, og ég tala
nú ekki um þá sem eldri eru, hafi séð mun meiri breytingar á flestum sviðum
en nokkur önnur kynslóð þessa lands hefur áður séð. Jafnvel sjóndeildarhring-
urinn á æskuslóðum mínum hefur tekið breytingum og ný náttúrusmíð komið
inn í myndina.
Ég er fædd í Stóru-Hildisey árið 1925. Þá bjuggu þar í vesturbænum for-
eldrar mínir, Ingigerður Jónsdóttir og Jón Helgason. Auk mín áttu þau son,
Axel Júlíus, f. 1914, á Uxahrygg á Rangárvöllum, en þar höfðu foreldrar mínir
byrjað búskap. Þau bjuggu í Stóru-Hildisey 1919-1940. En það ár tók bróðir
minn við búi. Kona hans var Sigríður Anna Siugurjónsdóttir frá Vestmanna-
eyjum, f. 1915.
Í austurbæ bjuggu 1919-1936 Eysteinn Gunnarsson og kona hans Elín Jó-
hannsdóttir. Börn þeirra fjögur, sem á lífi voru, þrjár dætur og einn sonur, voru
öll uppkomin þegar ég man fyrst eftir.
Bernskuár í Landeyjum
Vigdís Jónsdóttir