Goðasteinn - 01.09.2010, Side 58
56
Goðasteinn 2010
an minnast oftar formæðra okkar, sem urðu að strita í skít og sóti til þess að
halda lífinu í komandi kynslóðum.
Vestan við frambæinn var sjálft bæjarhúsið og sneri stafni fram á hlað eins
og hann. Í norðurenda var lítið eldhús. Gluggi var á dálitlum kvisti, sem var
á þaki að vestanverðu. Hann bar tæpast næga birtu sökum þess hvað hann
var hátt uppi. Í eldhúsgólfi var hleri. Þar var gengið niður í kjallara, sem var
hafður sem geymsla. Þar voru geymdar rófur og kartöflur, sem ætlaðar voru til
neyslu á heimilinu. Eldavél var í eldhúsinu frá því að ég man fyrst eftir. Uppi
við vegg stóð gömul kista sem móðir mín átti. Það var gamall erfðagripur sem
hafði gengið að erfðum í kvenlegg. Hún var farin að láta á sjá að utan en að
innan mátti sjá fallegan rauðavið. Kistan var oftast vandlega lokuð, því að þar
geymdi móðir mín ýmislegt sem henni var umhugað um t.d. sjöl og annað sem
viðkom sparifatnaði. Ég minnist þess, að þar lágu snyrtilega samanbrotin föt
sem föðuramma mín hafði nýlega saumað áður en hún lagðist banaleguna, eftir
því sem mér var sagt, en hún var látin þegar ég fæddist. Fötin voru svokölluð
dagtreyja, ásamt tilheyrandi svuntu. Amma mun hafa verið góð saumakona
og heyrði ég sagt að hún hafi verið með þeim fyrstu sem eignaðist saumavél
á hennar slóðum. Mann sinn missti amma frá fjórum ungum börnum þeirra
hjóna. Þau voru tveir synir og tvær dætur. Þrjú barnanna varð hún að láta frá
sér til annarra, en hafði yngri son sinn hjá sér og vann mikið fyrir sér með
saumaskap. Á þeim árum nutu konur almennt ekki styrks, ef þær misstu fyrir
vinnuna.
Þegar gamli bærinn brann fór kistan þar með ásamt fleiri gömlum munum.
Það skeði nokkuð löngu eftir þann tíma sem ég er að rifja upp. Heimilisfólkið
var nýlega flutt í nýtt hús þegar þetta bar að, svo að ekki varð meiriháttar slys
af.
Í suðurenda var baðstofa, rúmlega tveggja rúma lengd. Á suðurstafni var
gluggi sem bar næga birtu. Undir glugganum var baðstofuborð á milli rúma.
Við vegg stóð falleg kommóða, sem móðir mín átti. Þrátt fyrir fábrotinn hús-
búnað tel ég að innanhúss hafi verið snyrtilegt og þrifalegt. Á sumrin hafði
móðir mín blóm í glugga. Ég man það, hvað mér fannst fínt inni í bæ, þegar
ljós gluggatjöld voru fyrir baðstofuglugganum og hvíta rósin hennar mömmu
var útsprungin og angan frá henni ilmaði um bæinn.
Á þessum tíma voru kreppuár og voru húsakynni víða fátækleg miðað
við það sem nú er. Þeir voru margir sem höfðu fremur litla fjármuni handa á
milli.
Vestan við bæinn var hlaðan sem einnig sneri stafni fram á hlað. Sam-
byggður hlöðunni að vestan var hlöðuskúr. Í hann var gengið um suðurdyr inn