Goðasteinn - 01.09.2010, Page 59
57
Goðasteinn 2010
í hlöðu. Þar voru geymd reiðtygi, svo sem beisli, hnakkar, söðull og aktygi,
einnig reipi og fleira. Þar geymdi faðir minn líka sjóbúnað sinn, skinnklæði og
færi. Í skúrnum stóðu líka heymeisarnir í fjós og útihús í snyrtilegri röð.
Vestan og neðan við hlöðu var fjósið. Niður að því voru nokkur þrep af
bæjarhlaði. Í fjósi voru þrjár og stundum fjórar kýr og ævinlega kálfur eða
vetrungur. Austan við vesturbæ og svo sem næstum milli bæja, var lítill snot-
ur kofi sem sneri burst fram á hlað. Hann tilheyrði vesturbæ og þar voru á
tímabili hænsni höfð á vetrin. Á báðum bæjum var það til siðs að hafa þau í
fjárhúsum á sumrin. Fjárhús á mínum bæ voru nokkurn spöl norðan við bæina
í svonefndu Stekkatúni. Það var yfirleitt hlutverk þess sem var í snúningum að
færa hænsnunum.
Frá því ég man fyrst eftir var nýlegt bæjarhús í austurbæ. Rúmgóð baðstofa
var í suðurenda, sem sneri stafni fram á hlað. Í norðurenda var notalegt eldhús.
Sambyggt baðstofu og eldhúsi að vestan var geymsluskúr. Að austanverðu var
bæjarhúsið sambyggt gömlu timburhúsi sem hafði snúið stöfnum frá vestri til
austurs. Þar sem nýja og gamla húsið komu saman voru bæjardyrnar. Í gamla
húsinu var snotur gestastofa. Man ég það að á sumrin voru þar rauðar rósir í
gluggum. Í austurenda mun hafa verið búr og svo geymsluloft í risi. Austast
á hlaðinu og ein sér stóð hlaða austurbæjarins og snéri stöfum til austurs og
vesturs. Sambyggðir henni að sunnan og austan voru geysluskúrar eða hlö-
ðuskúrar, eins og sagt var í daglegu tali. Í hlöðuna var venjulega gengið um
suðurskúr og sneru þær dyr vestur á hlað. Á norðurhlið var gengið í austur-
skúr. Norðaustan við bæinn var fjósið, ásamt fleiri gripahúsum. Syðst á hlaði
austurbæjar var nokkuð stór kofi, sem kallaður var skemma. Þar var sagt að
suðurbærinn hafi staðið þegar þríbýli var í Hildisey. Fjárhús austurbæjar voru
nokkurn spöl suðaustur af bænum við svokallaðar Brúnir.
Báðir bæir stóðu á bæjarhólnum þar sem hæst bar og það var víðsýnt og
fallegt af bæjarhlaði.
Þessi löngu liðna tilvera var að mestu án þeirra fjölmiðla sem við þekkjum
í dag. Fyrst þegar ég man eftir var útvarp aðeins komið á örfáa bæi. Einstaka
sinnum var farið á þessa bæi til þess að hlusta á útvarp, t.d. messur. Karlmenn
fóru gjarnan til að hlusta þegar eldhúsdagsumræðum var útvarpað frá Alþingi.
Þá var notið gestrisni þeirra sem viðtækin áttu.
Póstur kom hálfsmánaðarlega, að mig minnir, fyrst þegar ég man eftir. Með
honum komu blöð sem voru einu fjölmiðlar margra. Svo fór póstur að koma
einu sinni í viku. Hann þurfti alltaf að sækja á annan bæ, svonefndan bréf-
hirðingarstað. Svo fór póstur að koma oftar með mjólkurbíl en það var löngu
seinna.