Goðasteinn - 01.09.2010, Side 60

Goðasteinn - 01.09.2010, Side 60
58 Goðasteinn 2010 Oft hefi ég hugsað um það hvað allar aðstæður voru erfiðar á þessum árum. Allt neysluvatn í bæ og einnig oft í fjós og gripahús varð að sækja langar leiðir niður í brunn sem var í horni undir kálgarðsvegg sunnan við bæinn.Til þess að ná í vatn var notuð svokölluð ponta sem var eiginlega stór fata með sterklegum kilp. Í hann var festur langur og sterkur kaðall svo að hægt væri að sökkva pontunni ofan í brunninn og hífa hana upp aftur. Úr pontunni var vatninu svo hellt í fötur sem voru venjulega tréfötur eða skjólur eins og oftast var sagt í daglegu tali. Á vetrin þurfti oft að sækja vatn í brunninn og bera það í fjós og önnur gripahús. Vatni var þó safnað af þaki í tunnu sem var undir skúrvegg milli fjóss og hlöðu. Í vætutíð nægði það oft til þvotta og hreingerninga og stundum í gripahús. Úr brunninum kom kalt og gott vatn en mér stóð alltaf stuggur af hon- um enda var hann bæði djúpur og dimmur. Þess var ávallt gætt að hann væri vandlega lokaður með mjög þungum hlera milli þess að hann var notaður. Mér og öðrum krökkum var tekinn strangur vari á brunninum og svo var hann líka á afviknum stað. Á þessum árum var börnum kennt að hlýða. Maður bar virð- ingu fyrir þeim fullorðnu. Hver árstíð hefur sín sérkenni og hverri árstíð fylgdi ákveðinn verkahringur. Það vorar snemma í Landeyjum ef tíð er góð. Maður heyrði jafnvel talað um það í marsmánuði að komin væri nál í mýrina væri tíð hagstæð. Vorið er eitt af því sem maður saknar ef annars staðar er búið á landinu. Vorkoman boðaði að senn yrði að hefjast handa við útistörf. Fyrst þegar ég man eftir var eingöngu notaður húsdýraáburður á tún svo sem kúamykja og hrossatað. Hlandfor var svo borin síðast á skákir og bletti þegar leið fram á vor. Mjög vel spratt undan forinni. Kúamykjan eða haugurinn eins og oftast var sagt var stundum borinn út á tún á haustin og stóð þar óhreyfður í hlössum til vors. Hann var fluttur út á tún í svonefndum kláfum sem hengdir voru til klakks á reiðingshest. Kláfarnir voru þannig útbúnir í botninn að hleypa mátti úr þeim með einu handtaki og var það eðlilega gert samtímis beggja vegna. Á vorin var taðið orðið gegnþurrt og blásið og var þá malað í svonefndri tað- kvörn áður en rótað var úr því. Það má heita svo að ég rétt muni eftir þessari vinnuaðferð. Síðan var farið að slóðadraga sem sagt var. Hesti var beitt fyrir vírdrögu sem svo var þyngd með torfi. Eftir að rótað hafði verið gróft úr hlöss- unum var farið yfir með dröguna og taðið muldist ofan í svörðinn. Það þótti mikil framför þegar farið var að slóðadraga. Um og eftir vetrarvertíðarlok þann 11. maí, fóru menn að koma heim úr veri. Í mínu ungdæmi fóru ungir menn gjarnan til Eyja og unnu þar á vertíð við sjóróðra eða aðgerð á fiski. Þeir komu svo aftur um lokin og voru þá dálítið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.