Goðasteinn - 01.09.2010, Page 61
59
Goðasteinn 2010
forframaðir kunnu nýjustu dansa og dægurlög þeirra tíma. Þeir komu líka með
gjafir og glaðning handa þeim sem heima sátu. Meðal þeirra sem fóru til vers
var bróðir minn og sonur hjónanna í austurbænum svo að ekki var furða þó
að hlakkað væri til lokanna heima. Svo var einnig komið með indælan salt-
fisk sem var hið mesta sælgæti. Mataræðið mun hafa verið heldur fábreytt hjá
mörgum á þessum árum þegar líða tók á veturinn. Fremur lítið var um nýmeti
nema á haustin.
Vestmannaeyjar voru þýðingarmikill staður í hugum okkar flestra í Land-
eyjum. Við þær voru mikil viðskipti og hafði svo verið frá fornu fari. Þær voru
staður atvinnu og tækifæra. Ekki er mér grunlaust um að frá Eyjum hafi jafn-
vel borist áhrif frá hinum stóra heimi því að þangað sigldu skip sem komu beint
frá útlöndum. Samgöngur við Eyjar voru miklar bæði vor og haust. Farið var
með mótorbát upp undir Sand og síðan kom áraskip úr landi sem var í ferðum
á milli upp í Sand.
Þegar sjór var dauður eða leiði eins og sagt var og ferð var áætluð frá Eyjum
var haft símasamband t.d. við Hallgeirsey. Þar var sími og bærinn stóð nálægt
sjó. Auk þess bjó þar líka traustur Sandaformaður. Þegar ferð var ákveðin var
veifa sett á stöng svo vel sást til næstu bæja. Fréttin var látin berast út að ferð
ætti að vera frá Eyjum, eða að "Þeir væru að koma upp," eins og sagt var.
Stundum gat sjó brimað snögglega og orðið ófært og mun ég koma aftur að því
síðar. Ég ætla sem dæmi að segja frá einu atviki sem mér er minnisstætt því að
ég var með í ferðinni niður á Sand.
Frá bæ einum í nágrenninu áttu tvær kýr að fara til Eyja. Sjór var talinn
dauður og áætlað var að mótorbátur kæmi og sækti þær. Tæplega hefur verið
meira en tveggja tíma stím upp í Sand, þangað sem átti að ná í kýrnar, þótt
bátar væru að vísu misjafnlega gangmiklir. Þegar komið var með kýrnar fram
á sjávarkamp, var sjór tekinn að ýfast, svo að ekki var talið fært úr landi.
Mótorbáturinn lónaði nokkra stund upp undir Sandi, svo nálægt sem mögulegt
var og hægt var að þekkja mennina sem stóðu á þilfari. En á milli var ófrýnn
brimgarður sem virtist eins og sækja í sig veðrið og allir urðu frá að hverfa við
svo búið.
Eins og fram kemur var venja að ferja milli lands og Eyja, fólk og fénað,
stóran og smáan, auk alls konar annars varnings.
Einn þáttur í sambandi við samgöngur við Sandinn var um nokkurt skeið
uppskipun á vörum. Þegar Kaupfélag Hallgeirseyjar sem síðar var flutt upp
í Hvolsvöll hafði aðsetur í Hallgeirsey fékk það vörur sínar erlendis frá með
skipi sem kom upp að Sandi. Nokkuð var þá venjulega liðið fram á vor. Þessi
háttur mun hafa verið hafður á fram á fjórða tug aldarinnar. Vörunum var