Goðasteinn - 01.09.2010, Side 64

Goðasteinn - 01.09.2010, Side 64
62 Goðasteinn 2010 hjá frænda sínum. Það var íslenskt gulrófnafræ sem hann ræktaði sjálfur. Á þessum árum voru matjurtagarðar yfirleitt framan við bæinn eða húsið ef um það var að ræða. Víða voru enn burstabæir með torfþaki. Segja má að við lýði hafi þá verið hinn frægi burstabær, röð stafnþilja sem sneru fram á hlað eins og sjá má á póstkortum. Snemma á vorin hafði verið borinn áburður í kálgarð- ana sem svo fékk sinn tíma til þess að næra jarðveginn. Það var mikið verk að pæla upp garðana með handverkfærum, jafnvel þótt að þeir væru ekki stærri en svaraði til þarfa heimilisins yfir árið. Þegar búið var að pæla voru mokaðar götur. Milli þeirra voru svo desin þar sem útsæðið var látið niður í. Oftast var mulið á desunum með trékvísl til þess að jafna moldina einkanleg þar sem rófufræi var sáð. Desin voru höfð ívið hæst í miðju til þess að ekki safnaðist í þeim bleyta í vætutíð. Á vorin var hlaðið í áveituskurði og þeir lagfærðir ef að þurfa þótti svo að vatn og frjómagn kæmi yfir engjarnar. Mikil vinna hafði verið lögð í það að grafa áveituskurði og það svo að undrun sætti því að allt varð að vinna með handverkfærum, páli og reku. Skurðirnir voru gerðir í samvinnu þeirra sem af þeim höfðu not. Svonefndir vatnsgarðar héldu svo vatninu stöðugu meðan áveitan var á. Það voru lágir garðar hér og þar um engjar. Það var mikið hlakkað til þess að fara á íþróttamót sem ungmennafélag sveitarinnar hélt í félagi við annað ungmennafélag í nágrannasveit. Þetta var venjulega hin ánægjulegasta samkoma ef að veður var gott. Yngri sem eldri nutu þess að hittast og sýna sig og sjá aðra ekki síst unga fólkið. Eftir að sam- koman var sett og ræðumaður talað var keppt í frjálsum íþróttum og glímu. Ég held að glíman hafi vakið mesta athygli af þeim íþróttum sem fram fóru enda átti ungmennafélagið í minni sveit oft góða glímumenn sem báru stundum sigur úr býtum. Það var góð samvinna milli félaganna og drengskapur ríkti í leik og keppni. Þegar kveldaði fór eldra fólkið heim með börnin en unga fólkið undi sér við dans fram eftir kveldi. Þessar samkomur fóru yfirleitt vel fram og lítið var um drykkjuskap. Stundum var farið í útreiðartúra fleiri eða færri saman. Farið var í aðrar sveitir til þess að heimsækja vini og ættingja. Einstaka sinnum var farið ríðandi inn í Þórsmörk og var það mikið ferðalag. Svo skrapp unga fólkið líka stundum á böll og íþróttamót í næstu sveitum ef að svo bar undir. Ég minnist á eina slíka ferð þó að hún væri farin nokkrum árum síðar en sá tími er ég greini aðallega frá. Það mun hafa verið að áliðnu vori eða fyrri hluta sumars. Ég var þá 14 eða 15 ára gömul og fékk að fara með bróður mínum, mágkonu og fleira ungu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.