Goðasteinn - 01.09.2010, Side 65

Goðasteinn - 01.09.2010, Side 65
63 Goðasteinn 2010 fólki úr sveitinni á íþróttamót austur undir Eyjafjöllum og var farið á hestum. Það sem meðal annars gerir þessa ferð svo ógleymanlega var hið góða veður sem við hrepptum. Samkoman var ágæt og fór vel fram og allir skemmtu sér vel. Lagt var nokkuð seint af stað heimleiðis og farið yfir Markarfljót vestur af Seljalandsmúla. Fljótið var ekki djúpt en breiðir nokkuð úr sér. Einhver kunn- ugur reið á undan og valdi leiðina. Það var eitthvað sérstakt og ógleymanlegt að fara á þennan hátt yfir Markarfljót þessa undurfögru sumarnótt. Þegar kom heim undir bæ heima er mér einnig í minni hvað allt umhverfið var fagurt. Döggin glóði á grasi og allt var baðað í ólýsanlegri birtu sumarnætur. Áður en sláttur hófst var sauðfé rúið og lömbin almörkuð. Í minni sveit gengur féð í heimahögum því að engir afréttir tilheyra sveitinni að því undan- skyldu að nokkrir efstu bæjanna eiga þess kost að reka féð inn á Gunnarshólma eða inn á Hólma eins og sagt var. Þegar búið var að rýja féð þurfti að þvo ullina áður en farið var með hana í kaupstaðinn. Algengast mun það hafa verið á þessum árum að þvo ullina úr hlandi eða keytu eins og sagt var. Keytunni var safnað saman í stóra ámu í útihúsi. Þegar svo ullin var þvegin var stillt svo til að veður væri þurrt og hagstætt. Keytan var svo hituð í sérstöku stóru íláti, gjarnan á útihlóðum við rennandi læk. Ullina varð að þvæla og skola síðan vandlega til þess að forðast alla vonda lykt og svo varð hún að vera létt, hvít og fín. Krakkarnir söfnuðu hagalögðum sem þau fundu út í haga. Þeir fengu svo að fljóta með í ullarþvott- inum og fengu sömu meðhöndlun og önnur ull. Það var spennandi að fá aura fyrir hagalagðana og kaupa sér eitthvað gott í poka fyrir. Kúavarsla var öðru fremur embætti krakkanna yfir sumarið. Kýr frá báðum bæjum gengu saman í högum yfir sumarið. Barn sitt frá hvorum bæ sótti þær og rak kvölds og morgna, sinn daginn hvorn. Kýrnar voru reknar heim á svokall- aðan stöðul þar sem þær voru mjólkaðar. Stöðullinn var eiginlega traðir sem lágu heim að bæ að norðanverðu. Venjulega var farið gangandi að sækja kýrnar nema að þær hefðu rásað lengra en venjulegt var eða að leita þyrfti að þeim. Eftir morgunmjaltir voru þær oftast reknar út að Magnúsartóft en vestur fyrir Hulduhól á kvöldin. Magnúsartóft er nokkuð langan spöl norðvestur af bænum út undir Svörtubökkum sem eru sandrof út undir bænum Hólmi. Hulduhóll er rétt norðvestan við bæ, skammt frá túngarði. Þar átti að búa huldufólk og var aldrei hreyft við hólnum og hefur ekki verið gert til þessa. Á þeim árum sem ég er að segja frá og allnokkru lengur var alfaravegur sunnan við Hulduhól, vestan og norðan að bænum og þar voru djúpar reiðgötur. Þessa leið voru kýrn- ar einnig reknar á sumrin. Aldrei varð ég neins vör þarna en til gamans vil ég geta þess að frænka mín sem átti í æsku heima í Hildisey sagði mér eitt sinn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.