Goðasteinn - 01.09.2010, Síða 71

Goðasteinn - 01.09.2010, Síða 71
69 Goðasteinn 2010 Þeir voru syðsta engjastykkið sem tilheyrði Hildisey og átti austurbær efsta hluta þeirra. Syðri hluti tilheyrði öðrum bæjum. Ofan við Fossa voru svo Vítin sem tilheyrðu austurbæ að hluta. Upp af þeim Siggastykki sem tilheyrði vest- urbæ. Ofan við það voru svo engjar sem tilheyrðu austurbæ og voru austur af bænum. Ofan við þær voru svo Uppengjar sem heyrðu undir vesturbæ. Þær voru norðaustur af bænum. Á mínum bæ hófst engjasláttur alltaf í Siggastykki. Það var tiltölulega slétt og greiðfært yfirferðar. Þangað var heldur ekki svo ýkja langt að fara að heim- an eitthvað um 10-15 mínútna gangur. Á þessum árum voru matmálstímar á öðrum tímum en nú tíðkast. Farið var á engjar um kl. átta á morgnana og morgunkaffi drukkið áður en farið var á teig. Um kl. tíu var snæddur morgunverður eða frúkostur eins og sagt var þá. Maturinn var venjulega flatkökur eða rúgbrauð með einhverju áleggi. Á eftir var svo skyr eða skyrhræra. Oft var það barn sem færði matinn út á engjar. Þegar verið var við slátt í Siggastykki var oftast matast við lítið móabarð sem var suðaustan við svokallaða Siggadælu. Fólkið snéri sér undan golunni og setti yfirhafnir yfir höfuð sér til skjóls. Manni gat orðið kalt innvortis eftir skyrið sérstaklega ef að svalt var í veðri. Eftir matinn hvíldi fólk sig um stund lagðist út af á jörðina og breiddi yfir sig hlífðarflík til skjóls. Þegar bróðir minn og kona hans hófu búskap var keypt tjald sem haft var á engjum þegar verið var við heyskap. Þótti það mikil breyting til batnaðar. Um hádegi var drukkið molakaffi og var það kallað hádegiskaffi. Ekki var þá höfð löng töf frá verki. Miðdegismatur var snæddur kl. þrjú. Oft var farið heim í mat sérstaklega áður en tjaldið kom til sögunnar og ef verið var við slátt í Siggastykki. Fólk hvíldi sig góða stund eftir mat áður en farið var aftur á teig. Kvöldkaffi var svo drukkið kl. sex. Var þá venjulega molakaffi nema ef verið var í þurrheyi þá var haft eitthvað brauð með kaffinu. Það var venja á mínum bæ að standa við slátt til kl. hálftíu á kvöldin. Þá átti fólkið eftir að fara heim mismunandi langa leið. Þrátt fyrir það að slægjur teldust sæmilegar var eftirtekjan ekki annað en misjafnlega stórir flekkir með misjafnlega löngu millibili. Oft þurfti að raka mikið að til þess að úr yrði sæmilegur flekkur. Það var aðeins á túnum sem að stundum var síbreiða það er að segja einn sam- felldur flekkur. Þegar verið var að raka á engjum þurfti að vera vel vandvirkur sem endranær. Stundum þurfti að raka upp úr keldum og það þurfti að hreinsa vel úr ljáfari. Þó að úr og klukkur væru komin til sögunnar fyrir löngu kunni eldra fólkið að fylgjast með tímanum með því að taka mið af sólinni þegar verið var á engj- um. Þetta var gert með því að athuga hvar skugga manns bæri í fjallahringinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.