Goðasteinn - 01.09.2010, Side 74

Goðasteinn - 01.09.2010, Side 74
72 Goðasteinn 2010 um mikið hey var að ræða á útengi þurfti helst að ná í öll bandvön hross. Það gat stundum orðið tafsamt því að sum þeirra áttu það til að vera stygg og duttl- ungafull. Þegar búið var að ná hrossunum saman var lagður á þau reiðingur og þau lestuð hvert á eftir öðru eins og ég hef áður lýst. Venjulega var stilltur og rólegur hestur hafður fyrstur í lestinni en minna bandvön hross síðast. Alltaf varð einhver að teyma lestina til og frá út á tún eða engjar og aftur heim. Sá var nefndur milliferðamaður. Þegar hirt var úr engjum var hann ætíð ríðandi. Fyrst þegar ég man eftir á mínum bæ var það bróðir minn sem hafði þennan starfa á hendi. Síðar kom það í minn hlut þegar ég varð eldri. Milliferðarmaður þurfti að hafa augun hjá sér og fylgjast vel með lestinni. Alltaf þurfti að vera að líta aftur öðru hvoru og aðgæta hvort allt væri í lagi. Ef að einhvers staðar hallaðist varð að fara af baki og toga í þann baggann sem ofar lyftist. Oftast var það ráð sem dugði. Ef að svo óheppilega vildi til að það snaraðist undir kvið þótti það slæmt. Baggana varð að skilja eftir ef milliferðarmaður var ungur og einsamall, órói gat komið að hrossunum og svo varð milliferðarmaður að standa fyrir máli sínu. Sum hross áttu það til að vera gjarnt á að vilja slíta sig aftan úr lestinni. Þá stóðu þau allt í einu kyrr og kipptu í svo að bogabandið slitnaði. Fulla gát varð að hafa á ef að meri með folaldi var í heylestinni. Venjulega rölti það á eftir en ef að styggð komst að eða stansað var og folaldið fór kannske að sjúga varð að hafa aðgát að það hlypi ekki á tauminn. Ævinlega þurfti að gera bráðabirgðabrýr á fljótið sem ég hef minnst á og svo læki og áveituskurði. Ekki átti þetta síst við þegar verið var að heyja í Uppengjum. Sterk tré eða plankar voru lögð yfir farartálmann og síðan tyrft vel yfir með grastorfi. Þetta varð vel að vanda því að álagið var mikið þegar heylest fór margar ferðir yfir. Um eða eftir 10. ágúst var farið að slá í Uppengjum. Eðlilega fór það samt eftir tíðarfari hverju sinni. Þangað var nokkru lengra að fara á teig eða allt að 45 mín. gangur eða meira eftir því hvar verið var að slá. Lengst var leiðin þegar verið var að heyja meðfram svokölluðum Silungalæk. Ekki var nú mikil von til þess að þarna væri silungsveiði því að víða var þetta leirug lækjarsytra. Einhvern tímann hefur hann ef til vill borið nafn með rentu. Uppengjar voru víða blautar og illar yfirferðar. Þar voru sums staðar slæmar keldur og pyttir, það varð að fara með gát þegar farið var þar með hross. Þarna voru slægjur dreifðar um nokkuð stórt svæði. Tæplega voru þessar engjar eins sléttar eins og þær syðri, þó að þar væru sléttar skákir einkum meðfram Sil- ungalæk. Fullorðna fólkið var yfirleitt ekki hrifið af því að heyja í Uppengjum enda lengra á teig. Það fór eftir sprettu og tíðarfari hvort þar var slegið allt sem
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.