Goðasteinn - 01.09.2010, Page 78

Goðasteinn - 01.09.2010, Page 78
76 Goðasteinn 2010 stundum að bregða gjarðir og lék það í höndum hans. Sem lítið barn hef ég ugglaust verið að rísla mér úti í horni með dótið mitt. Þegar maður varð eldri, var kennt að taka lykkjuna, eins og sagt var eða prjóna. Maður var látin prjóna barða (leppa) í skó, vinda hnykil eða kemba fyrstu umferð. Það þurfti leikni til þess að útbúa fallegar kembur. Ullin varð að vera góð að upplagi og búið að taka ofan af henni eða klippa burtu togið. Undir var þelið sem er það mýksta og besta af ullinni sem var svo kembt þangað til hún var orðin fislétt. Þá voru myndaðar snotrar rúllur sem voru kallaðar kembur. Síðan var ullin tilbúin til þess að hægt væri að spinna hana. Móður minni féll helst aldrei verk úr hendi. Hún gat lesið í bók eða blaði og prjónað um leið. Hún var einnig ein þeirra sem gat prjónað gangandi. Ég hygg að hún hafi prjónað öll sokkaplögg á allt sitt heimilisfólk. Nærföt voru hins vegar prjónuð á prjónavél hjá góðu fólki. Nokkuð af ull var sent í ullarverk- smiðju til þess að vinna í lopa svo að ekki þurfti að kemba alla ull í höndum. Á vetrin var stöku sinnum settur upp vefur og ofið. Var það að mig minnir fremur seinni hluta vetrar. Stundum var þá ofinn svokallaður vormeldúkur. Það var klæði í sauðarlitum sem notað var í ytri buxur karlmana einkum hinna eldri. Fremur var það hversdagsbúningur. Klæðið var ljósmórautt með dekkri langröndum. Þegar búið var að vefa það var það þvegið og síðan þæft á gólfi undir fótum. Síðan var það þurrkað og var þá tilbúið sem dúkur í fat. Annað það sem ofið var voru salúnsofin rúmteppi eða rúmábreiður. Oftast var notað litað band ívaf, oft rautt og algengt var að hafa rendur af öðrum lit. Þar sem lítið var um stóla varð að nota rúmin sem sæti og þess vegna varð að hafa slitgóða en þokkalega ábreiðu yfir þeim. Að sjálfsögðu fannst mér gaman þegar verið var að undirbúa vefnað. Maður var látin hjálpa til við það þegar hægt var. Fyrst þegar ég man eftir var það konan í austurbænum sem sjálf var góður vefari sem aðstoðaði mömmu við að draga í höföld. Síðar var það svo önnur kona í sveit- inni sem aðstoðaði hana við það verk. Á þeim árum sem ég man fyrst eftir var lítil eða engin mjólk seld í mjólk- urbú í minni sveit. Áður en langt um leið fóru þó stöku menn að selja mjólk. Samgöngur voru erfiðar á þessum árum og sumir þurftu að fara langan og misjafnan veg til þess að komast í veg fyrir mjólkurbíl. Bændur höfðu yfirleitt fáar kýr miðað við það sem síðar varð. Gott þótti að hafa næga mjólk til heim- ilis árið um kring en það gat stundum orðið knappt áður en kýr fóru að bera. Þar sem mjólkin var ekki seld var hún skilin og búið til skyr og stundum ostur. Rjóminn var strokkaður og búið til smjör og það selt ef afgangur var. Segja mátti að það væri enn gjaldmiðill ásamt sauðfé og var hvort tveggja látið í leigu eða landskuld. Á þessum árum var það ekki algild regla að menn ættu þær
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.