Goðasteinn - 01.09.2010, Page 85
83
Goðasteinn 2010
þá en nú gerist til sveita. Enn í dag á ég í fórum mínum kort sem bróðir minn
sendi mér frá Eyjum í tilefni dagsins. Á sumardaginn fyrsta komu venjulega
í heimsókn gömul kona og gamall maður sitt frá hvorum nágrannabæ meðan
þeim entist líf og heilsa. Í minningum bernsku minnar tengjast þau ávallt þess-
um degi þegar litið er til baka.
Nokkru fyrir og eftir miðja tuttugustu öldina tóku ýmsir þættir mannlífs-
ins breytingum þegar vélvæðingin tók að þróast. Átti það ekki síst við upp til
sveita þar sem fornir búskaparhættir hurfu smám saman með aukinni vélvæð-
ingu.
Gömlu torf- og burstabæirnir hurfu með tímanum og ný hús risu í stíl kaup-
staðanna. Í vesturbænum í Stóru-Hildisey var byggt íbúðarhús 1946. Það var
reist aðeins vestan við gamla bæjarhólinn. Í austurbæ var byggt íbúðarhús 1950
- 1951. Það var reist austan við gamla bæjarstæðið (sjá Ábúendatal Austur-
Landeyjahrepps 1900 - 1980 bls. 153 og 155). Auk þess voru á þessum árum á
báðum bæjum hlöður og gripahús stækkuð og endurnýjuð.
Foreldrar mínir dvöldu á heimili sonar síns og tengdadóttur til dauðadags.
Faðir minn dó 1952 en móðir mín 1958. Eins og ég hef áður getið um tók
bróðir mínn við búi af foreldrum sínum árið 1940 ásamt Sigríði konu sinni,
kjarnakonu frá Vestmannaeyjum. Þau eignuðust fjögur börn. Elstur er sonur,
kvæntur og búsettur á Selfossi. Hann og kona hans eiga fimm börn, sem eiga
nú samtals níu barnabörn. Dæturnar tvær, sú næstelsta og svo sú yngsta þeirra
systkina, giftust og eru búsettar í Reykjavík. Þær eiga þrjú börn hvor. Eldri
dóttirin á þrjú barnabörn.
Árið 1978 seldi bróðir minn, sem þá var orðinn heilsuveill, jörð sína og
bústofn í hendur ungs atorkufólks ættuðu úr Rangárþingi. Sama ár flutti hann
ásamt konu sinni að Selfossi. Með þeim var yngri sonur þeirra sem reyndist
þeim stoð og stytta á þeirra efri árum. Hann er ókvæntur og býr á Selfossi. Sig-
ríður mágkona lést 1989 en Axel bróðir minn lést 1994, þá nýlega áttræður.
Það dregur nú að lokum. Aðaldrög að þessum þönkum mínum eru skráð
1988, nokkru eftir að ég flutti að Selfossi, en þangað flutti ég eftir áratuga dvöl
í Reykjavík. Mestan þann tíma var ég starfsmaður Reykjavíkurborgar. Mér er
það vel ljóst að þessi fáu minningabrot eru ef til vill ekki merkilegar heimildir.
Samt vona ég að þær varpi örlitlu ljósi á einhverjar aðstæður þessa löngu liðnu
tíma.
Áður en ég læt þessum minningabrotum úr fortíðinni lokið get ég ekki stillt
mig um að láta þá skoðun í ljós og ég veit að ég er ekki ein um það álit, að hinn
andlegi þáttur mannlífsins hafi ekki haldist í hendur við allar tækniframfar-
irnar. Vonandi gefur Guð að sá tími komi að þetta haldist allt í hendur. En þar