Goðasteinn - 01.09.2010, Page 88
86
Goðasteinn 2010
Umhverfi og fyrirmyndir söguritara2.
2.1 Suðurland og Síðu-Hallur
Eðlilegast virðist vera að bera niður á Suðurlandi þegar leitað er þess manns
sem setti saman Brennu-Njáls sögu. Sagan gerist þar að mestu leyti og þar
bjuggu mikils háttar menn sem áttu ættir að rekja til sögupersóna og líklegastir
eru til að hafa haft svo víðtæka þekkingu á söguefninu sem raun ber vitni. Sú
þekking er ekki einungis bundin Suður- og Vesturlandi heldur er sögumaður
kunnugur arfsögnum víða af landinu auk þess sem hann hefur verið vel mennt-
aður í erlendum fræðum.1 Síðu-Hallur var forystumaður kristinna manna og
átti stærstan þátt í að koma á varanlegum sáttum í Njálu og því vænlegt að leita
höfundar meðal afkomenda hans. Reyndar gátu mjög margir mikilsmegandi
menn á 13. öld rakið ættir sínar til Síðu-Halls en Oddaverjar, sumir Haukdælir
og Sturlungar voru í þeim hópi.2 Oddaverjar áttu enn fremur ættir að rekja til
Svarts Úlfssonar, bróður friðarunnandans, Runólfs í Dal og Sigfúsar, bróður
Ágríms Elliða-Grímssonar og einnig Gissur jarl sem var afkomandi Jóns Lofts-
sonar. Haukdælir voru afkomendur kristniboðans, Gissurar hvíta en Jórunn,
móðir Ásgríms Elliða-Grímssonar, var systir Gissurar þannig að Oddaverjar
voru afkomendur hennar.3 Ég tel líklegast að söguritari Njálu hafi verið alinn
upp á Suðurlandi en hafi átt samskipti við menn víða af landinu, sérstaklega
Vesturlandi. Mikil samskipti voru milli manna úr öllum landshlutum en tengsl
1 Sjá t.d. Lars Lönnroth 1976, Einar Ól. Sveinsson 1943 og Hermann Pálsson 1984
2 Sjá t.d. Sturlunga saga, Skýringar og fræði 1988:74, 80,102 og Biskupa sögur III, Ættir og tengdir I.
3 Íslendingabók, Landnáma bók 1968:264, Ættaskrár: XXVII og Sturlunga saga. Skýringar og fræði
1988: 100,110
Lómagnúpur.