Goðasteinn - 01.09.2010, Blaðsíða 90
88
Goðasteinn 2010
meðal þeirra. Runólfur tók við af Brandi í Þykkvabæ árið 1264 og var kær
vinur Árna biskups og ráðgjafi.10 Báðir fengust við ritstörf, Runólfur snaraði
Ágústínus sögu (AM 221 folio) á íslensku og Árni ritaði m.a. Kristinrétt vet-
urinn 1273-1274.11 Hermann Pálsson hefur leitt veigamikil rök að því að Árni
sé meistarinn sjálfur og Guðrún Ása Grímsdóttir veltir fyrir sér hvort Njála sé
biskups saga, þ.e. skrifuð af biskupi.12
3. Grímur Hólmsteinsson
3.1 Bakgrunnur Gríms
En þar með er ekki öll sagan sögð. Náinn vinur þeirra Árna og Runólfs var
presturinn Grímur Hólmsteinsson af ætt Oddaverja, sonur Guðrúnar, dóttur
Orms Breiðbælings sem var djákni og goðorðsmaður á Breiðabólstað í Fljóts-
hlíð. Ormur var sonur Jóns Loftssonar í Odda og Ragnheiðar Þórhallsdóttur.
Faðir Gríms var Hólmsteinn Grímsson, bróðir Þorgeirs í Holti undir Eyjafjöll-
um. Föðurætt Gríms naut aukinnar virðingar á dögum Árna Þorlákssonar og
Magnús, bróðir Árna, giftist Ellisif, dóttur Þorgeirs í Holti.13 Þorgeir skorargeir
frá sama bæ gæti verið fulltrúi þessarar ættar í Njálu. Ekki kemur fram hvar
Grímur ólst upp en Ormur, móðurafi hans, var veginn 1218 og þá flutti Hallveig
Ormsdóttir, móðursystir hans, að Breiðabólstað með manni sínum, Birni Þor-
valdssyni. Föðurforeldrar Gríms, Grímur og Hallgerður, bjuggu í Holti. Hall-
veig varð síðar kona Snorra Sturlusonar og dvöldust þau á Breiðabólstað um
tíma þegar Snorri kom að utan, árið 1239.14 Því má segja að Grímur hafi verið
mjög tengdur aðalsöguslóðum Njálu í barnæsku, hann gat rakið ættir til margra
helstu persóna Njálu auk þess sem ættmenn hans tengdust Sturlungum.
Í Árna sögu biskups segir að Árni hafi stundum dvalist í Kirkjubæ á Síðu
með Grími presti eftir að faðir Árna flutti til Svínafells nálægt 1255. Senni-
lega hefur Grímur verið nokkru eldri en Árni því að hinn síðarnefndi fór í
Þykkvabæ til Brands eftir þetta og gerðist klerkur hans. Árni fæddist árið 1237
svo að Grímur gæti verið fæddur nálægt 1230. Þegar Árni var orðinn biskup
fékk hann Grími Oddastað árið 1274 en Sighvatur, sonur Hálfdanar og Stein-
varar, hafði haldið staðinn ásamt bræðrum sínum. Sama vetur skrifaði Árni
Kristinrétt og hefur kannski viljað hafa Grím í námunda við sig við ritunina.
Árið 1284 tóku Steinvararsynir, Sighvatur og Loftur, Oddastað en Grímur fór
10 Um Runólf sjá Biskupa sögur III: 19, 26, 72, 106, 173, 183 og Annálar og nafnaskrár 1948:50,66
11 Biskupa sögur III:7,11,48
12 Hermann Pálsson 1984:97-11, Guðrún Ása Grímsdóttir 1996:28
13 Biskupa sögur III 1998:6
14 Um Grím og ættmenn sjá Sturlunga saga I 1998: 255-256,270,430, Sturlunga saga, Skýringar og
fræði 1988:78,153 og Biskupa sögur III 1998:47