Goðasteinn - 01.09.2010, Blaðsíða 91
89
Goðasteinn 2010
á Breiðabólstað í Fljótshlíð sem biskup réð fyrir. Grímur er talinn meðal þeirra
sem skrifuðu undir samning milli lærðra manna og leikra á alþingi árið 1288 og
hefur því verið mikils metinn. Árið 1289 fékk Grímur Odda aftur, að tilhlutan
Árna.15 Höfundur Njálu hefur þekkt vel til í Odda, geilarnar sem þeir Hróald-
ur og Tjörvi ráku féð upp í gætu verið traðir sem þar voru fram undir 1950.16
Tengsl Gríms við sögusvið Njálu styrktust með aldrinum.
3.2 Ritstörf Gríms
Grímur var vel ritfær eins og félagar hans. Hann setti saman Jóns sögu bapt-
ista að beiðni Runólfs ábóta eins og fram kemur í bréfi Gríms framan við sög-
una.17 Varla hefði neinum meðalmanni verið falið að rita um slíkan höfuðdýr-
ling sem Jóhannes skírara svo að Grímur hefur notið mikils álits sem sagnarit-
ari. Sagan er ekki bein þýðing heldur er hún unnin úr ýmsum heimildum á
sjálfstæðan hátt þannig að Grímur var óhræddur við að móta efnið að vild.
Grímur og Njáls saga4.
4.1 Grímur, Járngrímur og „Eldgrímur“
En hvers vegna að eigna Grími söguna frekar en þeim Runólfi og Árna?
Svarið er fólgið í sögunni sjálfri. Því hefur verið fleygt að höfundar Íslend-
ingasagna hafi ekki verið eins lítillátir og menn vilja vera láta og gætt nafn-
leysis heldur hafi þeir skrifað sig inn í sögurnar. Hinn enski Alcuin, sem var
í þjónustu Karls mikla á áttunda öld, nefndi sig ýmist Albinus, hinn hvíta eða
Flaccus í ljóðum sínum og ljóðabréfum, konunginn kallaði hann Davíð, einn fé-
laga sinn Hómerus og lærisvein Corydon allt eftir því hvernig þeir samsvöruðu
þessum klassísku persónum. Annar lærisveinn hans hlaut nafnið Cuculus þar
sem hegðun hans minnti á gaukinn.18 Rit Alcuins De virtutibus et vitiis var þýtt
á norræna tungu um 1200 og er til í þremur íslenskum handritum frá 15. öld
svo að Íslendingar hafa þekkt til verka hans.19 Miðaldamenn lögðu mikið upp
úr táknrænni merkingu texta og dróttkvæðin sýna að Íslendingar höfðu mikinn
áhuga á yfirfærðri merkingu. Í mörgum Íslendingasögum eru forspár sem segja
fyrir um framvindu mála og gætu veitt upplýsingar um höfunda sagnanna. Höf-
undur Njálu gæti verið á ferð í draumi Flosa.
15 Um Grím og Árna sjá Biskupa sögur III:5-7,47,119,201,180
16 Brennu-Njáls saga 1954:195
17 Postola Sögur 1874:849
18 Sjá http://www.documentacatholicaomnia.eu/02m/0735-0804,_Alcuinus,_Carmina,_MLT.pdf og
Duckett:154
19 Þrjár þýðingar lærðar frá miðöldum 1989:30