Goðasteinn - 01.09.2010, Page 92
90
Goðasteinn 2010
Nú er þar til máls at taka at Svínafelli, at Flosi lét illa í svefni
eina nótt. Glúmr Hildisson vakti hann, ok var lengi, áðr en
hann vaknaði. Flosi bað hann kalla Ketil úr Mörk. Ketill kom
þangat. Flosi mælti: „Segja vil ek þér draum minn.“ „Þat má
vel,“ segir Ketill. „Mik dreymði þat“ segir Flosi, „at ek þótt-
umsk vera at Lómagnúpi ok ganga út ok sjá upp til gnúpsins.
Ok opnaðisk hann, ok gekk maðr út ór gnúpinum ok var í
geitheðni ok hafði járnstaf í hendi. Hann fór kallandi ok kall-
aði á menn mína, suma fyrr en suma síðar, ok nefndi á nafn.
---
Hann kvezk segja mundu tíðendin. Ok spurða ek hann at
nafni; hann nefndisk Járngrímr. Ek spurða, hvert hann skyldi
fara; hann kvezk fara skyldu til alþingis.“ „Hvat skaltú þar
gera?“ sagða ek. Hann svaraði: „Fyrst skal ek ryðja kviðu, en
þá dóma, en þá vígvöll fyrir vegöndum.“
---
Þá laust hann niðr stafnum, ok varð brestr mikill; gekk hann
þá inn í fjallit, en mér bauð ótta. Vil ek nú, at þú segir, hvat
þú ætlar draum minn vera.“ „Þat er hugboð mitt,“ segir Ketill,
„at þeir muni allir feigir, er kallaðir váru.20
Jötunninn er sá sem hefur vald yfir sögupersónunum og segir fyrir um örlög
þeirra, höfundurinn eða bókin hans. Nafn hans er Járngrímur og hann kennir sig
við Lómagnúp. Grímur var Hólmsteinsson, þannig að nöfnin kallast á, hann bjó
lengi á Kirkjubæ á Síðu og því nærtækt að kenna sig við gnúpinn. Hljóðlíking
er milli „lóma-“ og „hólm“ þó að merkingin sé ekki sú sama. Í Upplöndum í
Noregi er reyndar bærinn Lom en nafnið er talið þágufall fleirtölu af kvk.orð-
inu ló sem þýddi engi. Formin Lóar (nf. og þf.ft.) og Lóm koma fyrir í Ólafs
sögu helga.21 Hólmur eða hólmi getur líka verið grasblettur svo Grímur hefur
kannski tengt nafn gnúpsins við grasröndina neðst í hlíðum hans. Snarbrattir
gnúpar eru yfirleitt gróðurlitlir og efri hluti Lómagnúps lítur út eins og stór
steinn. Jötunninn hefur járnstaf í hendi eða skriffærið sem hefur örlagavald yfir
sögupersónum. Hann er klæddur í geitarskinn sem er bókarbandið og líkast til
hefur bókin verið bundin í járn, þess vegna Járngrímur. Lögbókin Járnsíða er tal-
in hafa verið járnbent og þegið nafn sitt af bandinu.22 Ferð jötunsins til alþingis
20 Brennu-Njáls saga 1954:346-348
21 Rygh, Oluf 1898:66 og 1900:47
22 Haraldur Bernharðsson o.fl. 2005:16