Goðasteinn - 01.09.2010, Page 97
95
Goðasteinn 2010
Loftur hljóp þá upp og mælti: „Heyr þar til, þú rassragur mað-
ur mundir bregða föður mínum rangindum. Skal
nú aldrei sættast.“28
Þetta minnir á deilur milli Bergþórshvols og Hlíðarenda og níðvísur sem
Sigmundur frændi Gunnars orti um Njál og syni hans. Einnig líkjast ummæli
Lofts um föður hans tilsvörum Skarphéðins á þingi eftir vígið á Höskuldi
Hvítanessgoða.29 Atburðir úr umhverfi Gríms gætu því verið fyrirmyndir að
lýsingum í Njálu.
4.3 „The Clerical Mind“
Ekki er vitað um menntun Gríms nema að hann var prestlærður. Njála hef-
ur verið sögð rituð af „clerical mind“,30 kristilegt mat er lagt á gerðir manna
auk þess sem kristnitakan er þungamiðja sögunnar. Höfuðlestirnir ofmetnaður,
öfund, reiði, girnd og fégræðgi ráða gerðum persóna eins og Hallgerðar og
Marðar en höfuðdyggðirnar viska, réttlæti, styrkur og hófsemi prýða Njál og
Síðu-Hall. Sögunni lýkur með guðs friði og sáttum helstu deiluaðila, þeirra
Kára og Flosa.
Umfjöllun Njáluritara um konur gæti líka komið heim og saman við kristi-
legan hugmyndaheim og þá tortryggni í garð kvenna sem oft virtist ríkja og
jókst frekar á þrettándu öld. Þó að konur komi töluvert við sögu í Njálu leiða
þær ekki mál til lykta eins og Guðrún Ósvífursdóttir í Laxdælu. Í sögu Jóhann-
esar baptista, sem Grímur setti saman, eru konur litnar hornauga, sérstaklega
þær sem eru afkomendur Evu.
„Se her ena fornu illzku konunnar, þa er Adam tok or paradis-
ar fognuðum. Hon gerði himneska menn iarðliga oc drekði
allt mannkyn i helviti oc tok lifit fra ollum heiminum fyrir epli
ens uleyfða tres. --- Hon leiddi oc i girndarbruna oc þrongv-
ing David psalmistann oc drap nu Iohannem baptista.31
Í Njálu eru konur oftar en ekki undirrót deilna og vígaferla og hvetja til
hefnda auk þess sem hjónaband Gunnars og Hallgerðar er talið girndarráð og
hjónaband Hrúts og Unnar fullkomnast ekki þar sem girndinni er ekki fullnægt.
Mat hins klerklega huga ræður ferð.
28 Sturlunga I:265
29 Brennu-Njáls saga:305,314
30 Sbr. Lars Lönnroth 1976
31 Postola Sögur 1874:914