Goðasteinn - 01.09.2010, Page 98
96
Goðasteinn 2010
Dæmi úr öðrum Íslendingasögum5.
Sé kenningin um Njáluhöfund rétt ættu að finnast hliðstæð dæmi í öðrum
Íslendingasögum þar sem nöfn höfunda gætu tengst forspám. Í Gísla sögu Súrs-
sonar, sem er talin rituð um eða nokkru fyrir miðbik 13. aldar, ráða tvær draum-
konur örlögum Gísla, önnur er slæm og full forneskju en hin góð og kristin.32
Í Laxdælu, sem er talin frá þriðja fjórðungi 13. aldar, mynda forspárnar eins
konar hringferð. 33 Hún byrjar í Öxney þar sem Geirmundur mundar spjótið,
fjaðurstafinn og örlög Kjartans eru ráðin. Síðan kemur Gestur Oddleifsson,
sonur pennans, frá Haga á Barðaströnd, dvelst á Hóli eða Staðarhóli en þar
bjó Sturla Þórðarson þegar bókin var rituð, staldrar við laugina í Sælingsdal
og ræður drauma Guðrúnar.34 Í Hjarðarholti bendir hann á ungu mennina með
spjótshalanum, skriffærinu og spáir því á leiðinni þaðan að Bolli eigi eftir að
verða banamaður Kjartans. Gestur er á leið til þings eins og Járngrímur þar sem
bókin gæti hafa verið ætluð til lestrar og hlýtur legstað á Helgafelli að leið-
arlokum en kannski var bókin ætluð klaustrinu. Nafnarnir Ólafur Höskuldsson
og Ólafur Tryggvason gefa síðan í skyn að ógæfa eigi eftir að henda Kjartan og
kyn hans.35
Kveikjan að báðum sögunum gætu verið örlög Arons Hjörleifssonar. Hann
var fóstbróðir Sturlu Sighvatssonar en þeir urðu erkifjendur, lentu í andstæðum
fylkingum og samskipti þeirra einkenndust af heift og hefnigirni. Í Laxdælu er
eitt aðalviðfangsefnið vinslit fóstbræðranna Kjartans og Bolla. Aron var auk
þess útlagi Sturlu á Vestfjörðum um tíma þar sem Gísli Súrsson dvaldi í út-
legð.36 Ólafur Þórðarson, frændi Sturlu Sighvatssonar og bróðir Sturlu sagnarit-
ara, var vinur Arons. Hann var vel menntaður, rak skóla í Stafholti, skrifaði
um skáldskap og var á tímabili í þjónustu Danakonungs og er talinn hafa ritað
Knýtlinga sögu. Hann orti töluvert, m.a. dróttkvæða vísu um Aron.37 Í Gísla
sögu eru dróttkvæði í fyrirrúmi þannig að sá sem setti hana saman hefur verið
vel að sér í þeim fræðum. Ólafur hafði dýrlingsnafn að fornafni og nafn Þórs
í föðurnafninu og gætu draumkonurnar vísað til þess. Standist nafnakenningin
er líklegast að fornafn Laxdæluhöfundar hafi verið Ólafur þar sem tveir Ólafar
eiga þátt í forspánum. Þar kemur Ólafur Þórðarson til greina en einnig Ólaf-
ur Hjörleifsson, bróðir Arons, sem var ábóti á Helgafelli 1258-1302. Aron var
32 Vestfirðinga sögur 1943:70
33 Íslensk bókmenntasaga II 1993:128,134
34 Ingibjörg Sturludóttir dvaldist stundum hjá ömmu sinni í Tungu en hún var á fjórtánda ári þegar hún
átti að giftast árið 1253 og gæti hafa sýnt bókinni áhuga.
35 Laxdœla saga:82-83,87-92,112,132
36 Sturlunga saga III 1948:448-463
37 Sturlunga saga 1948:467