Goðasteinn - 01.09.2010, Blaðsíða 99
97
Goðasteinn 2010
staddur á Vestfjörðum árið 125338 og báðir hefðu getað farið þangað til fundar
við hann og jafnvel dvalið í Haga.
Í Heiðarvíga sögu segir konungurinn, Ólafur Haraldsson, fyrir um örlög
Barða Guðmundssonar þegar hann neitar að taka við honum og segir að nokk-
uð mikillegt muni fyrir honum liggja en Barði barðist og féll með Væringjum
í Garðaríki.39 Í bók sinni Túlkun Heiðarvíga sögu heldur Bjarni Guðnason því
fram að mun strangara kristilegt siðferðismat sé lagt á hefndir og vígaferli í
Heiðarvíga sögu en í Laxdælu. Konungurinn sé í raun ritaður inn í söguna sem
málsvari höfundar.40 Samkvæmt nafnakenningunni gæti hann verið fulltrúi höf-
undarins og hefur e.t.v. borið nafnið Ólafur. Í Eyrbyggju, sem talin er rituð á
þriðja fjórðungi 13. aldar,41 er sagt frá mannshöfði, sem kvað fyrir um blóðs-
úthellingar, í skriðunni Geirvöru í Álftafirði í landi Helgafells. Í lok sögunnar
rak griðungurinn Glæsir hornið í sig sjálfan, hljóp yfir Geirvöru út á fen og
kom aldrei upp aftur.42 Geirvör gæti verið sú sem ver spjótið eða bókin sjálf,
mannshöfuðið höfundurinn og blóðið blekið. Naut voru tákn ófriðar eins og
Turville Petre hefur bent á43 en höfundurinn gæti verið ófriðarvaldurinn og
hornið penninn. Nöfnin Ólafur, sem er konunglegt og glæsilegt og Sturla, sem
þýðir ófriðarvaldur, koma til greina. Það væri í anda Alcuins að líkja sér við
forna spekinga og konunga en líkingamálið er frumlegt á sama hátt og forn-
sögur okkur Íslendinga voru nýjung í bókmenntum miðalda.
Lokaorð6.
Íslendingasögurnar hefðu varla verið ritaðar af slíkri íþrótt sem raun ber
vitni hefði ekki verið til þó nokkur hópur manna sem hafði ánægju af því að
hlusta á þær og kunni að meta frásagnarlistina. Ekki er ólíklegt að einhverjar
Íslendingasagnanna hafi verið lesnar á alþingi en til eru frásagnir af því að
útfararsaga Haralds konungs harðráða hafi verið sögð þar. Með skriftarkunn-
áttu gæti þetta hafa þróast yfir í að sögur væru lesnar. Ferðir Járngríms og Gests
Oddleifssonar til alþingis benda til þess að Njála og Laxdæla hafi verið ætlaðar
til lestrar þar. Þingið stóð yfir í tvær vikur sem hafa kannski dugað til að ljúka
sögunum. Mér er ekki kunnugt um hve langan tíma lestur Einars Ólafs Sveins-
sonar á Njálu tekur en fróðlegt gæti verið að fá upplýsingar um það. Höfundar
settu innsigli sitt á sögurnar með því að fela nafn sitt og fengu hlustendum
38 Sturlunga II:627
39 Borgfirðinga sögur 1938:324-325, 328
40 Bjarni Guðnason 1993:45,65
41 Íslensk bókmenntasaga II 1993:117
42 Eyrbyggja saga:116,118,122,175-176
43 Turville-Petre 1972:38