Goðasteinn - 01.09.2010, Page 103
101
Goðasteinn 2010
Oddastefna 2009
Oddastefna, árlegt málþing Oddafélagsins, var haldin í ráðstefnusal Þjóð-
minjasafns Íslands eftir hádegi laugardag 23. maí 2009. Þetta var sautjánda
Oddastefna frá hinni fyrstu en hún var haldin í Gunnarsholti árið 1992. Odda-
stefna er alla jafna á laugardegi næst Sæmundardegi 22. maí sem er dánardagur
Sæmundar fróða Sigfússonar í Odda.
Ráðstefnustjórar voru séra Guðbjörg Arnardóttir í Odda á Rangárvöllum,
ritari félagsins, og Drífa Hjartardóttir á Keldum á Rangárvöllum, fyrrv. alþing-
ismaður og varaformaður félagsins. Formaður félagsins setti málþingið en að
svo búnu tók Guðbjörg Arnardóttir við fundarstjórn fyrri hluta Oddastefnu.
Fyrirlesarar og heiti erinda voru sem hér segir.
Steinunn Kristjánsdóttir: Kirkjur og kristni í nýnumdu landi.
Sr. Gunnþór Þ. Ingason: Vesturför keltneskrar kristni (Insulae in oceano).
Þórarinn Þórarinsson: Fóstbræðurnir Snorri Sturluson og Sæmundur Jóns-
son á Þingvöllum árið 1217.
Þorvaldur Friðriksson: Keltnesk áhrif á Íslandi, orð og örnefni.
Í seinni hluta Oddastefnu fluttu allir núlifandi Oddaprestar að frátöldum
sr. Skírni Garðarssyni ávörp og minntust veru sinnar í Odda á Rangárvöllum.
Drífa Hjartardóttir stjórnaði þessum þætti og kynnti sóknarpresta Oddakirkju.
Oddaprestar síðan 1946 hafa verið: sr. Arngrímur Jónsson (1946 – 1964), sr.
Stefán Lárusson (1964 – 1991), sr. Sigurður Jónsson (1991 – 2006, nema 2003
– 2004), sr. Skírnir Garðarsson (2003 – 2004), sr. Guðbjörg Arnardóttir (frá
2006). Sr. Skírnir forfallaðist. Þess má hins vegar geta að hann sagði frá veru
sinni í Odda í stuttri grein í Goðasteini fyrir nokkrum árum og var meginefni
hennar hugvekja er hann hafði flutt á fundi í Oddafélaginu.
Formaður Oddafélagsins sleit að svo komnu málþinginu innan húss kl. 17:00
en áður en þátttakendur kvöddust var, eins og verið hafði að lokinni Odda-
Þór Jakobsson, formaður Oddafélagsins
Frá Oddastefnu 2009