Goðasteinn - 01.09.2010, Síða 106
104
Goðasteinn 2010
leg fornleifafræði (e. historical archaeology) taki einfaldlega til rannsókna á
fornleifum frá tímabilum eftir að ritun hefst. Eins hefur verið talið að hlutverk
fornleifafræðinnar felist fyrst og fremst í því að bæta það sem á vantar í rit-
uðum heimildum um sögulegum tíma.2
Í raun er samneyti þessara tveggja heimildaflokka, texta og fornleifa, flókn-
ara en svo. Ákveðinn vandi felst til dæmis í því að afmarka sögulega forn-
leifafræði við upphaf ritunar, því til ritaðara heimilda geta talist hellaristur frá
steinöld3 allt eins og prentuð rit frá nýöld. Heimildir, í hvaða formi sem er, geta
aldrei náð yfir nema brot af fortíðinni. Þess vegna getur fornleifafræðin aldrei
bætt upp þau brot sem vantar í söguna, eða öfugt.
Sögulega fornleifafræði má frekar skilgreina sem aðferð en tiltekið tímabil
eða aðstæður sem bundnar eru við manngerðan ramma. Hún snýst um sam-
spilið á milli ritaðra heimilda og fornleifa, þar sem litið er jafnhliða á ritaðan
texta og fornleifar sem afurð eigin umhverfis. Þetta felur í sér höfnun þess að
stilla upp fornleifum og rituðum heimildum sem andstæðum, eða texta á móti
gripum. Allt eru þetta heimildir sem afhjúpa ekki merkingu sína í gegnum birt-
ingarform sitt, textann eða áþreifanlega efnið, heldur verður í öllum tilfellum að
túlka merkingu þeirra.
Fræðileg umræða innan fornleifafræði hefur að undanförnu beinst að end-
urskoðun á hvers konar tvíhyggju sem einkennt hefur rannsóknir til skamms
tíma. Í umræðunni felst gagnrýni á það að menningu sé stillt upp sem andstæðu
náttúru, manneskjum á móti dýrum, körlum á móti konum, þróuðu á móti van-
þróuðu, heiðni á móti kristni, texta og fornleifum, svo eitthvað sé nefnt. Í stað-
inn er lögð áhersla á að greina hið víxlverkandi samspil þeirra á milli og skoðað
hvernig þeir tvinnast saman, því í tvíhyggju felst óhjákvæmilega yfirráð annars
yfir hinu. Hlutverk sögulegrar fornleifafræði er þess vegna að leita að merkingu
fortíðar í samspili efnismenningar, texta og sögulegrar þekkingar.4
Hið óstöðuga eðli allra menningarheima jafnt í fortíð sem nútíð einnig notið
sívaxandi athygli innan fræðilegra rannsókna.5 Í stað þess að líta á menningu
sem stöðuga, eins og gjarnan hefur verið gert, eru fræðimenn nú almennt með-
vitaðir um að skoða hana sem sveigjanlegt fyrirbæri sem verður í sífellu fyrir
meðvituðum og ómeðvituðum áhrifum úr umhverfi sínu. Samfundir tveggja
menningarheima þurfa ekki endilega að fela það í sér að annar yfirtaki hinn eða
að báðir haldi sínum sérkennum óbreyttum. Vegna hins óstöðuga eðli þeirra og
2 Sjá má umræðu um samspil texta og fornleifa í t.d. Andrén, A. 1991, 1997; Adolf Friðriksson 1994;
Bjarni F. Einarsson 1994.
3 Elstu hellaristur eru um 32 þúsund ára gamlar.
4 Olsen, B. 2003; Galloway, P. 2006.
5 Sjá t.d. Gosden, C. 2004; Rogers, J. D. 2005, bls. 331-354; Andrén, A. 2007, bls. 33-38; Gilchrist, R. 2008,
bls. 153-154.