Goðasteinn - 01.09.2010, Síða 107
105
Goðasteinn 2010
móttækilegra eiginleika, ganga þeir í gegnum sífellda blöndun sem rekja má til
mismunandi áherslna og árekstra á milli þeirra.
Blöndun af þessu tagi má samt ekki rugla saman við tímabundna aðlögun
eða blendni, eins og gjarnan hefur verið gert, heldur ber að líta á hana sem ferli
breytinga og þróunar sem aldrei tekur enda. Blöndunin felur í sér meðvitaða
og ómeðvitaða hagræðingu ríkjandi viðhorfa eða siða og um leið ákveðið ferli
afbyggingar vegna nýrra áherslna sem oft eru til framþróunar og auðveldunar.
Nauðsynlegt er þess vegna að skoða kristnitökuna, líkt og önnur menningar-
bundin ferli, sem óstöðuga langtímaþróun á grundvelli blöndunar, hagræðingar
og um leið afbyggingar.
Af þessum ástæðum öllum ber fræðimönnum jafnframt að skoða viðfangs-
efnin í sínu eigin samhengi, fremur en með samanburði eins við annað. Algengt
er t.d. að heimildir um að fornleifar landnámsmanna á Íslandi séu bornar gagn-
rýnislaust saman við þær sem hafa verið grafnar upp frá sama tíma, einkum
í Noregi, Svíþjóð og Danmörku, þrátt fyrir augljósan samfélagslegan mun. Þó
svo að saga kristnitökuferlisins beri víða með sér viss sameiginleg einkenni,
þá er hún hvergi nákvæmlega eins vegna mismunandi áherslna á hverjum stað
fyrir sig.
Þrátt fyrir breyttar fræðilegar nálganir í þeim anda sem hér hefur verið rakið
er enn oft litið á kristnitökuna sjálfa sem upphafið af kristnitökuferlinu hér-
lendis, líkt og ritaðar heimildir miðalda ýja að, í stað þess að horfa á það sem
sérstæða, flókna og langvarandi þróun sem átti sitt upphaf löngu áður en Ísland
var byggt. Rannsóknir á kristnum áhrifum innan Evrópu á tímum trúarbragða-
skiptanna sýna skýrt og greinilega að norrænir menn höfðu komist í kynni við
kristna trú í ýmsum myndum þegar á 7. öld.6 Þjóðflutningatímabilið, frá 400-
800 e. Kr., fól nefnilega í sér aukin samskipti á milli heiðinna íbúa Norður-Evr-
ópu og kristinna í sunnanverðri álfunni.
Bakgrunnurinn
Þegar Ísland var numið höfðu tengsl verið á milli heiðinna og kristinna manna
af ýmsum meiði í Evrópu um nokkrar aldir. Tengsl þessi fólu í sér efnahagsleg
og félagsleg samskipti sem raunar jukust til muna á 8. öld þegar norrænir vík-
ingar hófu krossferðir sínar fyrir alvöru, t.d. á Lindisfarne árið 793 eftir Krist.7
Af þessum ástæðum einum má færa rök fyrir því að bakgrunnur og þekking
þeirra sem settust að á Íslandi hafi verið fjölbreyttari en áður hefur verið talið,
6 Hjalti Hugason 2000, bls. 18 o. áfr.
7 Hedeager, L. 1997; Hjalti Hugason 2000, bls. 18.