Goðasteinn - 01.09.2010, Blaðsíða 108
106
Goðasteinn 2010
þrátt fyrir að landnemarnir hafi hugsanlega búið yfir sameiginlegri sjálfsmynd
sem sæfarendur og víkingar.
Rökstyðja má þessa skoðun með því að vísa bæði til ritaðra og fornleifa-
fræðilegra heimilda. Sem dæmi má nefna eiga heiðnar grafir, sem fundist hafa
hérlendis, meira sameiginlegt með þeim sem hafa fundist í byggðum víkinga á
Bretlandseyjunum frekar en í Skandinavísku löndunum. Um er að ræða land-
nemabyggðir víkinga á báðum stöðunum, þó svo að Bretlandseyjarnar hafi ver-
ið í byggð áður en það var numið af víkingum.
Elstu áþreifanlegu minjar hérlendis um kristni, einkum kirkjubyggingar,
endurspegla einnig einkenni mismunandi áherslna við trúarlega iðkun sem
nýta má líkt og heiðnu grafirnar til þess að greina félagslegan og menningarlega
bakgrunn þeirra sem hér settust að. Rétt er þó að undirstrika að öll félagsleg
einkenni, hvort sem þau eiga við heiðnar eða kristnar minjar, eru sprottin úr
sínu eigin umhverfi og verða þess vegna fyrir mismunandi áhrifum á hverjum
stað og tíma fyrir sig.
Kristin trú var lögleidd í Rómaveldi á 4. öld, eftir að hafa þrifist þar um
nokkurn tíma. Vesturhluti Rómaveldis féll síðan sem þekkt er um það bil einni
öld síðar, þó að eystri hluti þess, hið svonefnda Austrómverska ríki, hafi haldið
velli lengi eftir það. Fall vestrómverska keisaradæmisins er hins vegar venju-
lega talið marka upphaf þjóðflutningatímans í Evrópu þegar heiðnir germansk-
ir þjóðflokkar, þ.e. Englar, Saxar og Gotar, streymdu til Vestur-, Austur- og
Mið-Evrópu. Sigrar þeirra voru vissulega frekar landfræðilegir en félags- og
trúarlegs eðlis, því í fyrstu héldu þeir óbreyttu innra skipulagi innan þeirra
samfélaga sem þeir lögðu undir sig.8
Ljóst er þó að aðeins einni kynslóð eftir innreið þeirra höfðu þeir tekið róm-
versk-kaþólska trú, sem var að sama skapi jafn sundurleit og hún er víða í dag,
vegna áhrifa úr eigin umhverfi á hverjum stað fyrir sig. Á Bretlandseyjum stóð
til dæmis baráttan rómversk-kaþólskrar kristni á 8. öld á milli keltnesks og eng-
ilsaxnesks anga hennar, sem síðar þróuðust í írsk-skoska kristni annars vegar
og engilsaxnesk-skandinavíska kristni hins vegar vegna áhrifa og blöndunar
meðal annars frá norrænum víkingum.9
Vert er jafnframt að vekja athygli á því að ljóst þykir af fornleifarannsóknum
að önnur kynslóð norrænna landnema á norðurhluta Bretlandseyja, þ.e. afkom-
enda þar búsettra víkinga, hafði tekið kristni af báðum þessum greinum, þó svo
að í raun hafi dregið mikið úr sérkennum þeirra tveggja þegar leið á 10. öld.
Minnt skal jafnframt á það hér að íbúar Bretlandseyja höfðu meðtekið kristni í
8 Hedeager, L. 1997.
9 Jolly, K. L. 1996; Hjalti Hugason 2000, bls. 21.