Goðasteinn - 01.09.2010, Síða 109
107
Goðasteinn 2010
Wales við upphaf 5. aldar, á Írlandi hálfri öld síðar og í Skotlandi snemma á 7.
öld.10 Áhrifa frá kristni fer síðan skömmu síðar að gæta í löndum norræns fólks
í Skandinavíu. Niðurstöður fornleifarannsókna í Svíþjóð og Noregi benda líka
til þess að skipulegt trúboð hafi síðan hafist þar tæpum tveimur öldum síðar, t.d.
með kristnu trúboði Ansgar í Svíþjóð árið 829.11
Hin pólitíska ákvörðun um að lögleiða kristna trú var loks tekin með form-
legum hætti við lok 10. aldar í Danmörku, Noregi og á Íslandi en í Svíþjóð
nokkuð seinna12, enda virðast rætur heiðins átrúnaðar hafa verið sterkari þar
innan vissra svæða. Kirkjan sem stofnun rómversk-kaþólskrar kirkju tekur
fyrst á sig skipulega mynd um 1200 í norrænu löndunum, þó svo að þróun og
aðlögun kristni hafi vissulega haldið áfram. Hún tekur að sjálfsögðu enn breyt-
ingum og mun aldrei taka enda.
Samkvæmt þeim fornminjum sem rannsakaðar hafa verið í nágrannalönd-
um Íslands er einmitt greinilegt að áhrif kristni er þar mismunandi að uppruna.
Í Svíþjóð og Danmörku komu kristin áhrif einkum frá meginlandi Evrópu,
Frakklandi og Englandi, auk þess sem áhrifa gætir einnig frá baltnesku lönd-
unum í austri, aðallega þó í austurhluta Svíþjóðar. Danir höfðu jú yfirráð yfir
hluta Englands og suðurhluta Svíþjóðar um þetta leyti og Svíar hluta af lönd-
unum við Eystrasalt.13
Í Noregi eru áhrifin talin hafa komið fyrst og fremst frá Bretlandseyjunum
og Írlandi en í samfélögum þessara landsvæða var sem fyrr segir samhliða
ráðandi engilsaxnesk-skandinavísk kristni og írsk-skosk. Rétt er þó að benda á
að greina má staðbundinn mun á milli austur- og vesturhluta Noregs þegar að
snemmbúnum kristnum áhrifum kemur. Áhrifin sem greina má í samfélögum
við vesturströnd Noregs eru einkum talin vera keltnesk eða írsk-skosk að upp-
runa en engil-saxnesk/skandinavísk í austurhluta landsins.14 Svipaðra áhrifa
virðist hafa gætt á Íslandi á þessum tíma, enda líklegt að víkingar á sömu ferð-
um hafi sest að á báðum stöðunum.
Ísland á víkingaöld (AD 850-1050)
Ef gengið er út frá því að Ísland hafi einkum byggst af norrænum víkingum
má einmitt fastlega gera ráð fyrir því að þeir hinir sömu hafi áður haft viðkomu
víða í Norður- og Mið- Evrópu og um leið kynnst og tekið til sín að einhverju
10 Jón Viðar Sigurðsson 2003, bls. 5.
11 Hjalti Hugason 2000, bls. 26. Jørgensen, T. 1996, bls. 101.
12 Jón Viðar Sigurðsson 2003, bls. 5.
13 Gräslund, A-S 1996, bls. 37-43.
14 Krag, C. 1996, bls. 151 o.áfr.