Goðasteinn - 01.09.2010, Síða 110
108
Goðasteinn 2010
leyti menningu og sið hvers landsvæðis fyrir sig. Sjálfir skildu norrænir menn
á ferðum sínum eftir ummerki á stórum landsvæðum allt frá Vínlandi í vestri,
Rússlandi í austri, Frakklandi í suðri og Grænlandi í norðri frá lokum 8. aldar
fram yfir miðja 11. öld. Áhrif frá ýmsum afbrigðum heiðins siðar, sem var langt
í frá að vera einsleitur, og kristinnar trúar hlýtur þess vegna að gæta í fornminj-
um hérlendis, líkt og í nágrannalöndunum, þrátt fyrir að vera nýnumið land.
Í raun og veru vekur það athygli að fornleifar hérlendis benda ekki endilega
til þess að heiðinn siður, þrátt fyrir sundurleitni, hafi verið sérstaklega áberandi
meðal landnemanna. Á Íslandi líkist umbúnaður kumla t.d. fremur þeim sem
fundist hafa í byggðum víkinga á nyrstu svæðum Bretlandseyja en í Skandi-
navíu, þó svo að haugfé í þeim sé í mörgum tilfellum norrænt að uppruna, eins
og meirihluti Íslendinga sjálfra samkvæmt erfðafræðilegum rannsóknum. Þær
benda til þess að uppruna 80% íslenskra karlmanna megi rekja til Skandinav-
ísku landanna. Hins vegar hefur komið í ljós að 62% íslenskra kvenna eiga
rætur sínar að rekja til gelísks uppruna og þá 38% nærræns.15
Þessar niðurstöður hafa án frekari túlkunar þótt staðfesta frásagnir í rituðum
heimildum. Hins vegar má ekki gleyma því að erfðafræðilegar rannsóknir sýna
einungis fram á líffræðilegan uppruna en ekki menningarlegan, landfræðileg-
an eða trúarlegan. Það má allt eins túlka niðurstöðurnar sem frekari vísbend-
ingu um margháttuð samskipti skandinavískra víkinga við íbúa Bretlandseyja
og Írlands á yngri járnöld sem nær til þjóðflutningatímabilsins frá 400-800 og
víkingaaldar frá 800-1050. Þær benda einnig til þess að stór hluti kvenkyns
landnema hérlendis hafi verið keltneskur að uppruna og áhrifa frá þeim hlýtur
að gæta í íslenskri samfélagsgerð á víkingaöld.
Minjar á Íslandi frá víkingaöld
Þrátt fyrir að hæpið sé að bera íslenskt samfélag saman við skandinavískt á
víkingaöld, einkum vegna ólíkrar stjórnarfarslegrar samsetningar, þá er greini-
legt að kuml fundin á Íslandi líkjast frekar þeim sem fundist hafa á norðurhluta
Bretlandseyja en þeim sem fundist hafa í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Stór-
ir grafhaugar, bátskuml og bálfarir voru algengar í Noregi og Svíþjóð á vík-
ingaöld, nokkuð sem er nánast óþekkt bæði á Íslandi og í byggðum norrænna
landnámsmanna á Bretlandseyjum. Haugfé er einnig langtum ríkulegra og fjöl-
breyttara í skandinavískum kumlum en í skoskum og íslenskum. Þetta kann
að stafa af því að samfélag víkinga á Bretlandseyjum hafi haft fleira sameig-
15 Helgason, A. et al. 2000.