Goðasteinn - 01.09.2010, Page 112
110
Goðasteinn 2010
Um slíka blöndun, afbyggingu og hagræðingu eru mörg dæmi. Nærtækast
er að nefna rúnaletrið, en það varð til í Skandinavíu úr hinu latneska stafrófi á 2.
öld eftir Krist, hinar ýmsu gerðir Þórshamra, sem einnig minna á miðaldagerð-
ir kristinna krossa, eða sólarvagninn sem þekktur er jafnt í kristnum minjum
frá miðöldum sem og heiðnum frá bronsöld.18 Þekktust slíkra eftirlíkinga er
samt líklega María mey en fyrirmynd hennar má rekja að líkindum til heiðinna
gyðja úr flestum heimshlutum allt frá steinöld.19
Mismunandi gerðir kirkna
Hægt er að rekja vísbendingar um félags- og menningarbundin samskipti
þeirra sem hér námu land í gegnum fleiri þætti en sögulegar heimildir, grafsiði
eða erfðafræði. Leifar elstu kirkna í landinu geta nefnilega einnig varpað ljósi
á bakgrunn þeirra sem byggðu landið. Ekki má þó gleyma að kirkjur eru afurð
menningar á hverjum stað fyrir sig, rétt eins og öll önnur efnismenning. Þrátt
fyrir að slíkar afurðir verði ætíð fyrir staðbundnum áhrifum, má engu að síður
greina meðal þeirra ákveðna þætti sem eru aðgreinandi og vitna um sérkenni
þeirra.
Rústir þeirra kirkna sem grafnar hafa verið upp
frá öndverðri kristni hérlendis endurspegla einmitt
í það minnsta tvær mismunandi gerðir kirkjubygg-
inga sem rekja má til tvenns konar séreinkenna.
Önnur þeirra líkist þeim kirkjum sem grafnar hafa
verið upp í norðurhluta Noregs og á Bretlandseyjum
en hin gerðin byggir á tækni sem víða var þekkt í
sunnanverðri Skandinavíu og nyrst á meginlandi Evrópu. Kirkjugerðirnar tvær
verða hér eftir aðgreindar eftir byggingarefni, sú fyrrnefnda kölluð torfkirkja
og hin síðarnefnda timburkirkja, þó svo að byggingartæknin sé það atriði sem
greini þær fyrst og fremst í sundur.
Veggir torfkirknanna voru venjulega úr torfi en stund-
um grjóti einnig, einkum þá yngri gerðirnar. Þakið var
borið uppi af veggjunum og vesturgafl oftast hafður úr
timbri. Sumar þeirra voru einnig klæddar að innan með
timbri, líkt og aðrar torfbyggingar. Áttahorf þeirra var
austur-vestur en þessar kirkjubyggingar skiptast yfirleitt
í miðskip og kór í minna formi. Torfkirkjur af þessari
18 Andrén, A. 2007, bls. 33-38.
19 Ingunn Ásdísardóttir 2007.
Timburkirkja
Tofrkirkja