Goðasteinn - 01.09.2010, Page 113
111
Goðasteinn 2010
gerð hafa verið grafnar upp á Stöng í Þjórsárdal, Geirsstöðum í Hróarstungu,
Varmá í Mosfellsbæ, Kúabót í Álftaveri og Neðra-Ási í Hjaltadal.20 Þær eru
frá mismunandi tímum og óvissa er með aldur sumra þeirra. Þær tvær fyrst-
nefndu eru örugglega frá öndverðri kristni. Enn þann dag í dag má sjá hér á
landi uppistandandi kirkjur sem í grunninn eru af þessari gerð, eins og á Gröf
á Höfðaströnd og Núpsstað og Hofi í Öræfum.
Kirkjugerðin hefur einnig verið grafin upp á nokkrum stöðum utan Íslands,
einkum á landsvæðum sem liggja við Norður-Atlantshaf, t.d. í Brattahlíð á
Grænlandi, Leirvík í Færeyjum, Cross-Kirk of Tuquoy og Brough of Deerness
á Orkneyjum, St. Benen í Aranmore, Killabounia og á Kirkjueyju á Írlandi.
Einnig hafa kirkjur af sambærilegri gerð fundist víða á norðvesturströnd Nor-
egs, enda hafa þær þótt benda til augljósra tengsla á milli áðurnefndra land-
svæða við Norður-Atlantshafið á tímum útbreiðslu kristni.21
Timburkirkjurnar eru líkt og torfkirkjurnar engar eins en engu að síður bera
þær sameiginlega með sér ákveðin séreinkenni. Þau eru niðurgrafnar hornstoð-
ir í miðskipi og kór en þær eru að öllu leyti gerðar úr timbri. Kirkjur af þessari
gerð hafa verið grafnar upp víða í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Englandi og á
meginlandi Evrópu.22 Engin þeirra er til varðveitt í dag, heldur byggja upplýs-
ingar um þær einvörðungu á niðurstöðum fornleifarannsókna. Á síðustu árum
hafa leifar timburkirkna af þessari gerð fundist hérlendis, sú fyrsta á Þórarins-
stöðum í Seyðisfirði árið 1998 og síðan þá á að minnsta kosti þremur stöðum til
viðbótar, þ.e. á Hrísbrú í Mosfellsdal23, í Keldudal í Skagafirði24 og Reykholti í
Borgarfirði25. Þær eru allar frá því um 1000.
Þessi tiltekna gerð kirkna er í Noregi kölluð stolpekirke en stafkirkjurnar
frægu, sem eingöngu eru til varðveittar þar í landi, eru taldar tilheyra annari
kynslóð þessara elstu gerð timburkirkna.26 Timburkirkjurnar hafa einnig verið
kallaðar trúboðskirkjur (sæ. missionskyrkor), enda eru þær taldar vera einkenn-
andi fyrir tímaskeið skipulegs trúboðs í Norður-Evrópu. Þær viku, sem fyrr
segir, fyrir stafkirkjubyggingum í Noregi en steinkirkjum í hinum norðurevr-
ópsku löndunum á 12. öld. Á Íslandi hélt afbrigði torfkirkjuformsins velli en
timburkirkjurnar virðast hafa með öllu horfið af sjónarsviðinu þegar fyrstu stig
kristnitökuferlisins tóku enda.
Áður en lengra er haldið er rétt að ítreka það enn frekar að engar af þessum
20 Sjá samantekt um þessar kirkjur í Steinunn Kristjánsdóttir 2004, bls. 128-130.
21 Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 1996, bls. 123.
22 Steinunn Kristjánsdóttir 2004, bls. 121.
23 Byock, J. et al. 2005.
24 Guðný Zoëga 2009.
25 Guðrún Sveinbjarnardóttir 2009.
26 Jensenius, J. H. 2001.