Goðasteinn - 01.09.2010, Qupperneq 115
113
Goðasteinn 2010
skapað sameiginlega sjálfsmynd (e. identity) norrænna manna án þess að baki
hennar lægju endilega líffræðilegar eða menningarlegar forsendur, heldur sam-
eiginlegt minni sem ýtti undir samkennd ákveðins hóps fólks og jafnvel vitund
þeirra sem samstæðrar einingar.
Almennt er í fræðilegri umræðu farið að líta á víkingana sem tvístraða
hreyfieiningu (e. diaspora), fremur sem þjóðfélagshóp sem bundinn er við
ákveðið landsvæði. Diaspora er hópur fólks sem deilir með sér sameiginlegri
sjálfsmynd en hefur yfirgefið upprunaland sitt annað hvort af sjálfsdáðum eða
nauðbeygt og hefur búsett sig á nýjum svæðum. Sem dæmi um slíka hreyfiein-
ingu eru Gyðingar, sem yfirgefið hafa upprunaland sitt og sest að víða um heim
en engu að síður haldið í sameiginlega sjálfsmynd sína. Víkingarnir komu þess
vegna að líkindum sjaldnast beint frá Noregi, Svíþjóð og Danmörku til Íslands
en báru með sér hingað til lands menningu og trú af ýmsum toga úr ýmsum
löndum þar sem þeir áttu viðkomu til lengri eða skemmri tíma.
Hvorki menning né trú eru staðbundnar, óbreytanlegar einingar, heldur eru
þær í stöðugri endursköpun vegna framandi áhrifa. Þegar þjóðfélagshópar með
mismunandi menningu og trú mætast, taka þeir meðvitað og ómeðvitað til sín
atriði frá hvor öðrum og laga að sínum. Umbreytingarnar geta allt eins leitt til
blandaðra siða, eins og nýrra. Túlkun á heiðni norrænna víkinga eða kristni
þeirra getur því ekki eingöngu byggst á efnislegum samanburði, vegna þess að
menningar- eða félagsbundin ferli verður að skoða í þeirra eigin samhengi og á
þeirra eigin forsendum á hverjum stað fyrir sig.
Heimildir
Adolf Friðriksson. (1994). Sannfræði íslenskra fornleifa. Skírnir, CLXVIII, bls. 346-376.
Andrén, Anders 1991: Förhållandet mellan texter, bilder och ting. Í Steinsland, Gro et. al.
(ritstj.), Nordisk hedendom. Et symposium. Bls. 19-40. Odense: Universitetsforlag.
Andrén, Anders 1997: Mellan ting och text. En introduktion till de historiska arkeolo-
gierna. Stockholm: Brutus Östlings Bokförlag Symposium.
Andrén, A. (2007). A world of stone. Warrior culture, hybridity, and Old Norse cosmology.
Í Anders Andrén, Kristina Jennbert and Catharina Raudvere (ritstj.), Old Norse Religion in
long-term perspectives, bls. 33-38. Lund: Nordic Academic Press.
Bjarni F. Einarsson. (1994). Íslenskar fornleifar: Fórnarlömb sagnahyggjunnar? Skírnir,
CLXVIII, bls. 377-402.
Byock, J., Walker, P., Erlendsson, J., Holck, P., Zori, D., Guðmundsson, M. og Tveskov,
M. (2005). A Viking Age Valley in Iceland: The Mosfell Archaeological Project. Medieval
Archaeology. Journal of the Society for Medieval Archaeology, vol. XLIX, bls. 195-218.
Galloway, Patricia (2006). Material Culture and Text: Exploring the Spaces Within and
Between. Í Hall, M. & Silliman, S. W. (ritstj.), Historical Archaeology. Bls. 42-64. Malden:
Blackwell Publishing.