Goðasteinn - 01.09.2010, Side 119
117
Goðasteinn 2010
Úthaf og ystu mörk
Sjóferðir Kelta opnuðu mæri í ýmsum skilningi. Úthafið mikla og leyndar-
dómsfulla Oceanus varð ekki aðeins svið og vettvangur aðalpersóna írskra imm-
rama og Echtrae, frásagna um umróðra og ævintýraferðir til óþekktra eyja, og
eins yfirjarðneskra svæða og sviða heldur lögðu sæfarar fyrri miðalda í raun og
veru út á djúpið frá Írlandi og Skotlandi og eyjum þess.
Í Vita Columbae, Ævisögu Colum Cilla (Kolum Killa), sem Adomnán, 9.
ábóti klaustursins á eyjunni Iona við vesturströnd Skotlands ritar í byrjun 7.
aldar um Colum Cilla, stofnanda klaustursins, Columba á latínu, er því lýst,
að munkar frá Íona hafi lagt á húðkeipum út á djúp úthafsins í leit að herimum
in oceano (in mare herimum) trúarathvarfi (skjóli) á úthafinu. Tveir eru nafn-
greindir, sem mistókst það, annar þeirra Cormac Ua Liatháin reyndi þrívegis en
lenti í ógöngum í öll skiptin og varð að snúa við.
Vel má greina tilteknar staðreyndir og raunveruleika í Navigatio Sancti
Brendani Abbatis, Sjóferð heilags Brendans ábóta, frá öndverðri 8. öld þótt
frásögnin sé immram(umróðra) eðlis og lýsi fremur innra ferðalagi en ytri ferð.
Þær mörgu byggðu eyjar, sem þar er lýst, vísa til þess að klaustursamfélög hafi
verið til í raun og veru í úthafinu. Lýst er eylandi þaðan sem eldtungur þeytast
út á haf og gæti bent til Íslands, en þegar þangað er komið sögu er það hið víð-
sjárverða landsvæði heljar, sem er í forgrunni og lýst með sínum hætti.
Eyjar fjár og fugla sem greint er frá gefa aftur á móti all trúverðuga mynd
af Færeyjum. Að álykta sem svo að heilagur Brendan hafi fundið Vesturálfu
eða vísa til slíks út frá sjóferðarsögu hans eins og Tim Severin gerði á sinni tíð
er þó allt of langt gengið, því að honum yfirsést táknræn merking sögunnar og
takmarkanir hennar.
Úthafið hafði ekki sömu einkenni og önnur vötn samkvæmt heimsmynd
miðalda því að það umlukti mörk alls landmassans og ákvarðaði skil vatna og
þurrlendis. Þetta kemur fram hjá Ambrosíusi í Hexameron á 4. öld (skýringarit
um sköpun á sex dögum, tímabilum) og einnig hjá Orosíusi í Historia Adversus
Paganos (Frásögn gegn heiðingjum) í byrjun 5. aldar og í ritum Isidorusar frá
Sevilla (560-636), Etymologia, Orðsifjafræði, og De Natura Rerum, Um eðli
hlutanna. Þessi heimsmynd sést vel á svokölluðum T-kortum fyrri alda. Þessi
rit voru til í bókasöfnum klaustursins á Íona.
Úthafið bjó bæði yfir hættum og gæðum. Ógnandi öfl voru þar að verki sam-
kvæmt Gamla Testamentinu. Það geymdi undirdjúpin, íverustað Levíaþans og
djöfla. Jafnframt var það nægtarbúr og flutningaleið milli staða. Slys og manns-
hvörf á sjó, einnig nærri landi, minntu á hættur hafsins svo sem vel kemur fram