Goðasteinn - 01.09.2010, Page 121
119
Goðasteinn 2010
ætlaði þeim til að helga sér og eiga þar í vændum trúarlega reynslu og að lykt-
um upprisuna sjálfa í endursköpuðum heimi.
Þekktir ferðalangar
Hvað þekktustu ferðalangar keltneskrar kristni, heilagur Patrekur, Columb-
anus og Colum Cilli, sigldu þó ekki langt á vit leyndardóma úthafsins mikla á
sínum peregrinationes, útlegðarreisum, en þeir eiga það sameiginlegt að hverfa
frá ættmönum og landi og fylgja köllun sinni á vegum Drottins. Patrekur hlýddi
kalli hans um að fara frá heimaslóðum á Bretlandi, þar sem hann var orðinn
biskup, á fyrri slóðir líkast til á Norður- Írlandi, þar sem hann hafði ungur verið
þræll, til að boða frelsið í Kristi (Hann kom þangað að því að talið er 431). Col-
umbanus (543-618) fór sem ungur maður að heiman frá saknandi móður sinni í
Leinster á Írlandi í klaustrið í Cluaninis í Lough Erne til að fræðast um helgar
ritningar og síðar í klaustrið þekkta í Bankor. Þaðan fór hann vel skólaður yfir
á meginlandið og stofnaði klaustur í keltneskum anda og stíl, þrjú í Frakklandi
og eitt á Ítalíu. Þau urðu víðþekktar trúarstöðvar og menningarsetur. Columb-
anus sneri aldrei aftur heim til Írlands enda leit hann ávallt á sig sem peregr-
inus. Colum Cilli fór frá heimahögum á Norður-Írlandi (Ulster) í útlegð í refs-
ingarskini eða sjálfskipaða útlegð, vegna afskipta þar af blóðugum átökum, og
stofnaði klaustrið merka á eyjunni helgu Iona 563. Systurklaustur urðu til út frá
því á Írlandi t.d. í Kells og einnig í Lindesfarne á Norðymbralandi. Frá þess-
um klaustrum lögðu sæfarar út á djúpin. Þegar Regula Benedictini, Regla heil-
ags Benedikts, efldist á meginlandinu, sem krafðist staðfestutryggðar, þess að
munkar reglunnar væru á sínum stað, var amast við keltneskum förumunkum.
Þeir fylgdu eigin viðmiðunum og stofnuðu klaustursamfélög með sínu lagi og
plöntuðu græðlingum víðsvegar eftir því sem andinn blés þeim í brjóst. Páfabréf
og prestastefnuályktanir eru til vitnis um þessa andstöðu allt frá miðri 8. öld.
Þau kunna að hafa leitt til þess að fleiri peregrini en áður lögðu á úthafsdjúpin.
Eyjar við strendur Írlands og Bretlands, einkum við Skotland og Wales og svo
óbyggðar eyjar úthafsins höfðu þá aukið aðdráttarafl fyrir hugdjarfa peregrini.
Papaörnefni á Skotlandseyjum
Rekja má leið slíkra sæfara norður á bóginn meðfram ströndum Írlands og
Skotlands að skosku eyjunum og svo lengra á úthafið. Fornminjar og rann-
sóknir hafa staðfest tilvist klaustursamfélaga á eyjum í hafinu. Margs konar
sannindamerki hafa fundust um þau á Skotlandseyjum, minjar um aðgreind