Goðasteinn - 01.09.2010, Side 122
120
Goðasteinn 2010
svæði misjafnlega stórra klausturbyggða og steinkrossar og útskurður í stein
ásamt örnefnum er vitna um áhrif og útbreiðslu kristinnar trúar.
Norrænar frásagnir af Pöpum og örnefni, sem benda til þeirra, eiga eflaust
við peregrini, á skosku eyjunum, Færeyjum og Íslandi. Eftirtektarvert er að
Ari fróði segir, að Norðmenn hafi kallað þá Papa. Það gefur til kynna, að þar
sem papanöfn eru, hafi Norðmenn hitt þá fyrir. Á norður- og vestureyjum Skot-
lands eru papaörnefni algeng með norrænum/íslenskum endingum, Papa-ey,
-dalur, -gjá -nes, -ýli eða býli. Orðið Papi er komið úr latínu, Papa, Papae, og
mun vera Pápa á írsku, og vísar til einsetumanna. En þótt einhverjir Papar hafi
verið einsetumenn, hafa þeir einnig verið fleiri saman í trúarsamfélögum.
Á Papa Westray við Orkney eða Papey, eins og hún var fyrrum nefnd, eru
t.d. merki um tvo stór trúarsamfélög Papa við kirkjur heilags Bonifaciusar og
heilags Tradwells. Sú fyrri sem nefnd var Munkerhouse gæti einmitt hafa verið
miðstöð trúboðs til norður eyja Skotlands frá síðari hluta sjöundu aldar og fram
á þá áttundu, er þær tilheyrðu enn konungdæmi Pikta. Þar og í grennd er mjög
gróðursælt land og margt bendir til þess að nýjungar í akuryrkju hafi komið frá
trúarsamfélaginu
Þaðan hefur að líkindum verið lagt út til siglinga enn norðar og einnig frá
St Ninians eyju eða Pabil en þar finnast ummerki um trúarsamfélag frá 8. öld.
Útskornar steinmyndir þaðan sýna munka sem halda á bókum og eru að búa
sig til ferðar. Án efa hefur áfram verið lagt út í útlegðarreisur og einnig í rann-
sóknarskyni frá Vík Colum Cilla á Íona.
Mæling jarðarkringlunnar
Liber De Mensura terrae. „Bókin um mælingu jarðarkringlunnar“, sem
Decuil munkur frá Iona ritar, mun vera frá 825 og er bæði trúverðug og vís-
indaleg. Hann lýsir vel eyjum norður af Skotlandi og segir svo frá eyjaklasa þar
sem stutt sé á milli eyja, inquibus in centum ferme annis hermitae ex nostra
Scotia navigantes habitauerunt: „þar sem í nær því hundrað ár bjuggu hermít-
ar, einsetumenn, sem sigldu frá Írlandi okkar.“ Hann getur þess, að nú séu þeir
horfnir á braut vegna yfirgangs Norðmanna en fullar af fé og fuglum en hvergi
sé skrifað um þessar eyjar í þekktum heimildum. Decuil lýsir hér augljóslega
Færeyjum.
Thule/ Tile/ Ísland
Lýsing Dicuils af Thule, sem eflaust er Ísland, er þó enn betri. Hann vís-
ar í fyrstu til ferða og frásagna Grikkjans Pytheasar frá Massilia, Marseille