Goðasteinn - 01.09.2010, Síða 123
121
Goðasteinn 2010
í Frakklandi, frá 325 f. Kr. um Thule eða Tile. Sex dierum nauigatione in
septentrionem ab Brittania Thilen distantem narrat. „Hann segir frá því að
Thile sé í sex daga siglingu norður af Bretlandi.“ Decuil vitnar líka í Isodorus
frá Sevilla (560 - 636), er segir í Etymologíu, Thile ultima insula oceani, „Tile
er ysta eyja úthafsins.“ Decuil dregur einnig fram efni frá Julíusi Solinusi
í Colectanea rerum memorabilium, Samsafn markverðra hluta (350 ca). og frá
Priscianusi í Perigesis, Landabréf (500 ca.). Báðir lýsa þeir sumarsólstöðum
þar sem sólar njóti nótt sem nýtan dag. Heimildarmenn Decuils um Thule eru
kennimenn, prestvígðir lærdómsmenn, sem sagt höfðu honum tuttugu og fimm
árum fyrr frá dvöl sinni á Thule frá febrúar fram í ágúst.
Þeir lýsa dimmum vetri og björtu sumri og greina einnig frá lagnaðarís norð-
vestur af Thule/Íslandi. Þeir hafa verið á ferð í rannsóknarskyni. Decuil lýsir
hvorki landnámi einsetumanna né kennimanna á Thule. Vel má vera að aðrir
hafi fylgt í kjölfar þeirra til að setjast þar að. Gera má ráð fyrir að þessi leið-
angur hafi verið farinn á ofanverðri 8. öld.
Ég fjalla hér ekki um papaörfnefni á Íslandi og hugsanlegar papaslóðir en
bendi víðvikjandi þeim á bók Hermanns Pálssonar „Keltar á Íslandi“, merks
brautryðjanda í rannsóknum á keltneskri arfleifð hér á landi. Mér þykir ósann-
færandi að papaörnefni á landinu séu öll „nafnaflutningur“ frá Vestureyjum,
svo sem haldið hefur verið fram og því ekki vísa til raunveru Papa, og tek undir
sjónarmið Hermanns að meira búi þeim að baki.
Færeyjar
Bænhústóft og keltneskir
krossar í Færeyjum
Nýlegar rannsóknir í Færeyjum á hvað
best varðveitta kirkjustæði sem þar er að finna
frá elstu tíð í Leirveik á Austurey, er kallast
„Bönhústóftin“, Bænhústóft, hafa dregið fram
í dagsljósið minjar um litla kirkjubyggingu,
sem snýr í austur og vestur með torfveggjum
inni í hálfhringlaga eða sporöskulaga garði.
Áþekk forn kirkjustæði eru víða á eyjunum
og elstu kirkjugarðar þar eru hring- eða spo-
röskulaga. Þessi kirkja eða bænhús mun hafa
verið áþekk að gerð og Geirsstaðakirkja í
Hróarstungu á Austurlandi, sem Steinunn
Sr. Gunnþór með keltneskan göngukross
við messu undir Krosshólaborg í Döl-
um til minningar um Auði Djúpúðgu á
kvenndaginn 19. júní sl.