Goðasteinn - 01.09.2010, Side 125
123
Goðasteinn 2010
Ísland
Geirsstaðakirkja vestræn torfkirkja en
Þórarinsstaðakirkja stafkirkja norskrar gerðar
Fornleifagröftur og rannsóknir Steinunnar á Geirsstaðakirkju í Hróarstungu
og Þórarinsstaðakirkju á Seyðisfirði og ályktanir hennar af þeim eru mjög merk-
ar og falla að þeirri mynd, að grasrótar keltnesk trúaráhrif hafi öðrum fyrr ein-
kennt kristni og kirkjur á norðureyjum úthafsins. Skipulagt trúboð frá Noregi
hafi komið síðar og verið nátengt bæði Rómarkirkju og norsku konungsvaldi.
Steinunn færir rök fyrir því í riti sínu um þessar rannsóknir, The Awaken-
ing of Christianity in Iceland, „Dögun kristnialdar á Íslandi“, að tvenns konar
kirkjugerðir vitni um tvenns konar greinar kristni á upphafs- og mótunarárum
kristninnar í landinu.
Þórarinsstaðakirkja var timburkirkja af norskri stafagerð með hornastoðum
gröfnum í jörðu en Geirsstaðakirkja torfkirkja með stoðum inni í kirkjuskipinu,
sem héldu þakinu uppi og virðist hún því af írskri/keltneskri gerð. Minjar um
fleiri stafkirkjur hér á landi styðja þessa ályktun þótt mun fleiri torfkirkjur hafi
fundist frá mótunarárum íslenskrar kristni.
Samkvæmt þessu er ástæða til að véfengja þá einhæfu mynd, sem ritheimildir
draga upp af kristnitökunni hér á landi. Þar er henni lýst nánast sem einstökum
atburði er hafi falið í sér skírn allrar þjóðarinnar. Raunhæfara og sannferðugra
er að halda því fram, að um hafi verið að ræða kristin áhrif og útbreiðslu meðal
landnámsmanna, sem margir hverjir báru þau með sér frá Bretlandseyjum og
byggðu sér kirkjur af þarlendri og keltneskri gerð.
Auk þess hafi verið um að ræða trúboð frá Noregi, sem færði með sér staf-
kirkjugerðina.
Hringlaga kirkjugarðar
Hér á landi munu hringlaga kirkjugarðar vera taldir öðrum eldri eins og í
Færeyjum og gerð þeirra hafa komið að utan. Það vitnar um, að kristin trú undir
keltneskum áhrifum hafi verið til staðar frá upphafi landnáms. Vestureyjar, Ír-
land og eyjar Bretlands, eru augljósasti upprunastaður þeirra. Hringlaga eða
sporöskjulaga form aðgreina þar helguð rými frá ómunatíð. Keltnesk klaustur
eru umlukt klausturvegg, vallum/a, sem geta náð yfir töluvert landsvæði. Hring-
laga mæri og umgjörð helgra trúarsetra keltneskrar kristni og menningar fyrri
tíðar vísuðu til þess, að um væri að ræða staði, sem væru smámyndir sólar og al-
heims, replikkur af sól og kosmos. Þeir báru með sér og tjáðu þrá og löngun til að