Goðasteinn - 01.09.2010, Page 126
124
Goðasteinn 2010
afmarka staði, sem
ættu sér tilvist á
tveimur sviðum
samtímis, hér og nú
og svo í „kosmísk-
um“ æðri veruleika.
Fátt er um slíka
kirkjugarða frá
fornöld í Noregi,
svo að þeir eru vart
komnir þaðan. Á
vesturströnd Nor-
egs hefur þó gætt
keltneskra áhrifa á
þeim tíma, því að
þar finnast all margir og miklir steinkrossar sem munu vera reistir áður en kon-
ungar Noregs komu á kristni á yfirráðasvæðum sínum. Hringlaga eða spor-
öskjulaga kirkjugarðar eru einnig þeir elstu á Grænlandi, eins og á öðrum eyj-
um úthafsins. Það bendir til sameiginlegra tengsla trúar og menningar af kelt-
neskum toga og gefur til kynna að þessi trúargeymd hafi borist til Grænlands
með fyrstu landnemunum frá Íslandi, sem höfðu að töluverðu leyti mótast af og
tileinkað sér keltneska kristni, menningu og arfleifð.
Þjóð og þjóðerni
Hvernig urðu Íslendingar til sem þjóð og hvaða þættir mótuðu menningu
okkar á landnámstíð? Fjöldi vestrænna manna fylgdi norska landnáminu og
höfðu sitt að segja um samsetningu þjóðarinnar og menningu hennar. Ekkert
verður sagt um áhrif Papa. Hafi þeir allir verið einsetumenn var þess ekki að
vænta að þeir settu svipmótt sitt á okkur Íslendinga.
Þinghald á Kjalarnesi, þar sem kirkja var helguð heilögum Colum Cilla, ef
rétt er frá sagt í Kjalnesingasögu, gæti hafa mótast af suðureyskri fyrirmynd og
falið í sér bæði norska og keltneska drætti og vottað sambýli kristni að keltnesk-
um hætti og heiðni líkt og var á skosku eyjunum. Líklegt má telja að samlyndið
hafi rofnað við þau umskipti að stofnað var Alþingi á Þingvöllum og þjóð-
veldi, því að lög þess og lagarammi fylgdu heiðnum norskum lagaforskriftum.
Ekkert verður þó sagt um það hversu mikið það kann að hafa takmarkað rétt,
stöðu og hagsmuni kristinna íbúa landsins, þar sem lögin er mörkuðu stefnuna
A. Þjóðhildarkirkja endurgerð á Grænlandi í hringlaga/keltneskum
kirkjugarði.