Goðasteinn - 01.09.2010, Síða 128
126
Goðasteinn 2010
sem Eiríkur nefndi hyggilega Grænland. Nafnið endurómaði stefjum úr kelt-
neskri frásagnahefð um nægtalönd í vestri. Það sýnir áhættuna og hve mikið var
í húfi, ef rétt er, að einvörðungu fjórtán skip af tuttugu og fimm hafi komist á
leiðarenda, önnur snúið við eða farist. Fjöldinn er eftirtektarverður sem leggur
út. Allur megin þorri hinna keltnesku íbúa og þeirra, sem mótast höfðu af og
tileinkað sér margt úr keltneskri menningu, var samt eftir á Íslandi og hugði
ekki á ferð til Grænlands. Telja verður að þeir hafi haft veruleg áhrif á menn-
ingu og sögu Íslendinga, haft t.d. töluvert um þá sagnagerð að segja er varð til
í landinu og einnig það, að íslenskan varð fljótt til sem ritmál og fremur var
ritað á innlenda tungu, íslensku, en latínu, líkt og tíðkaðist í keltneskum menn-
ingarheimi á Vestureyjum. Ekkert verður sagt um hvort eitthvað því um líkt hafi
gerst á Grænlandi. Engin ritverk hafa varðveist þaðan frá tímum byggða Íslend-
inga fyrr á öldum. Þær frásagnir einar eru til af Grænlendingum af íslenskum
uppruna frá þeirri tíð sem ritaðar voru hér á landi eða enn fjær Grænlandi eins
og Grænlandslýsing hins norska Ívars Bárðarsonar.
Trúboð á Grænlandi?
Hinir fyrstu íslensku landnemar á Grænlandi færðu samkvæmt framansögðu
með sér kristni héðan af landi, og það hefur verið keltneskt mótuð kristni.
Aðeins örfáir gripir, er vísa til heiðni, hafa fundist frá landnámsbyggðum
Íslendinga á Grænlandi og engar heiðnar grafir, sem bendir til þess að áhrif
heiðni hafi verið lítil.
Frásagnir af Leifi Eiríkssyni sem forgöngumanns kristni á Grænlandi og
trú-og sendiboða norsks konungsvalds í Eiríkssögu, Kristnisögu og Heims-
kringlu ber að taka með fyrirvara, þar sem að þær fara ekki saman við elstu
trúboðsheimildir, er minnast ekkert á Noregskonung sem hvatamann að kristn-
un Grænlands. Grænlendingasaga, sem mun vera töluvert eldri en Eiríkssaga,
segir ekkert frá trúboði Leifs. Hvað sem því líður kom kristnin ekki upphaflega
frá Noregi með Leifi til Grænlands. Hún kom með landnemunum frá Íslandi og
með keltneskum svip.
Keltneskar kirkjur á norðurslóðum
Kirkjurústir á Grænlandi í Austur- og Vesturbyggðum Íslendinga hafa mikið
verið rannsakaðar. Kirkjurnar hafa verið mismunandi að gerð eftir tímabilum
og farið stækkandi. Elstar eru torf- og timburkirkjur af svokallaðri Qordlor-
toq gerð. Nafnið er dregið af þeim stað í Tunulliarfic firði, Eiríksfirði, þar sem
Daninn Poul Nörlund og Svínn Martin Stenberger fundu 1932 ummerki kirkju