Goðasteinn - 01.09.2010, Page 135
133
Goðasteinn 2010
Stjórnendur Oddafélagsins báðu mig ásamt öðrum
prestum, sem þjónað höfðu í Oddaprestakalli að segja eitt-
hvað um Odda í stuttu máli á Oddastefnu sem haldin var í
Þjóðminjasafninu á s.l. ári.
Stundin til þessa var þó mjög afmörkuð og gat ég ekki
sagt frá öllu er ég hafði sett saman þegar ég var stöðvaður
og þótti nóg komið. Ég stytti þó mál mitt þannig, að ég gat
nefnt hrafl úr því, sem hér er ritað. Þegar svo beðið er um
þetta spjall til prentunar, þá læt ég það frá mér fara, eins og
ég hafði hripað það niður fyrir Oddastefnuna.
Það var skömmu fyrir embættispróf í guðfræði vorið 1946, að ég fór að
hugsa um að sækja um Oddaprestakall að prófi loknu. Mér hafði þá borist til
eyrna, að sr. Erlendur Þórðarson hefði sagt prestakallinu lausu. Hann hafði setið
Oddastað í 28 ár. Prestakallið var auglýst til umsóknar og lauk umsóknarfresti
skömmu eftir að lokið var prófum, svo að tækifæri gafst til að sækja um. En
svo barst mér til eyrna, að Emil Björnsson hefði ákveðið að sækja um Odda og
hafði hann ákveðið það, áður en ég lét mér koma það til hugar. Við tókum emb-
ættisprófið samtímis.
Á þessum tíma var það svo að guðfræðikandidatar, sem höfðu tekið próf
samtímis létu það vera að sækja um prestakall hvor á móti öðrum og vissi ég
þá, að ég myndi ekki sækja um Odda á móti honum. Mér þótti þó vissara að
athuga það betur, því að Akranes hafði einnig verið auglýst laust, og verið gæti
að Emil hefði fengið meiri hug á því.
Ég hugðist því tala við Emil strax eftir prófið, um miðjan maí, til að ganga úr
Sr. Arngrímur Jónsson
Minningar tengdar Odda
á Rangárvöllum