Goðasteinn - 01.09.2010, Page 146
144
Goðasteinn 2010
mér frest til fardaga til að taka við hinu nýja brauði, og þjónaði séra Stefán Lár-
usson þar af leiðandi áfram og allt til 15. júní 1991, er ég tók við. Fluttumst við
fjölskyldan að vestan um það leyti, en höfðumst við rúman mánuð á heimili
tengdaforeldra minna í Mosfellssveit, uns viðgerð lauk á prestseturshúsinu í
Odda, og fluttum við inn í það hinn 13. júlí 1991 ef ég man rétt.
Nú var hafið alveg nýtt skeið á ævi okkar hjóna. Okkur þótti nýlunda að
vakna upp á morgnana úti í sveit, og það án þess að á okkur hvíldu hefðbundnar
skyldur sveitafólks við bústörf. Konan mín hafði stundum á orði fyrstu vikurn-
ar, að sér liði eins og við hefðum farið í sumarbústað og gleymst þar! Og það
var líka frábrugðið því sem við áttum að venjast fyrir vestan, að vera staðsettur
svona fjarri þéttbýlinu, meginkjarna mannlífsins í prestakallinu. Því varð mér
ljóst að talsverður akstur um prestakallið yrði óhjákvæmilegur, ætti að sinna
starfinu af nokkurri alvöru. Um leið fann ég þá strax fyrir þeim annmarka að
hafa ekkert afdrep á Hellu til að sinna þjónustu við sóknarbörn, eða aðstöðu til
einhvers hluta safnaðarstarfsins.
Oddaprestakall var þá samansett af þremur sóknum; Odda-, Keldna- og
Stórólfshvolssóknum, svo sem verið hafði frá árinu 1880. Fyrst- og síðasttöldu
sóknirnar voru álíka fjölmennar, með liðlega 700 manns hvor, og í Keldnasókn
Fjölskyldan í Odda 24. apríl 2005 á fermingardegi yngsta barnsins og afmælisdegi
heimilisföðurins: F.v.: Sigurður, Tinna, Ásgerður (fermingarbarnið), Jóhanna og Hrafnkell.