Goðasteinn - 01.09.2010, Síða 147
145
Goðasteinn 2010
voru sóknarbörnin nálægt 70, en í prestakallinu voru um 1550 manns. Íbúar
Rangárþings voru þá, og eru líklega enn, nálægt 3200, svo það lét nærri að ég
þjónaði helmingi þeirra – á móti 5 prestum sem þjónuðu hinum helmingnum!
Það blasti því við hverjum sem sjá vildi, að Oddaprestur væri a.m.k. fimm
presta maki! Innan prestakallsins lágu þá tvíburaþorpin Hella og Hvolsvöllur
með hliðstæða samfélagsgerð og sjálfsagða kröfu um sambærilega kirkjulega
þjónustu á báðum stöðum.
Þjónustan féll smám saman í venjubundnar skorður, ég kynntist samstarfs-
fólki mínu í sóknarnefndunum, meðhjálpurum, organistum og kórfólki, og
starfið hóf sinn gang. Ég hafði áttað mig á því fyrir vestan, að fólk reiknar með
því að nýir siðir fylgi nýjum herrum, jafnt í kirkjunni sem annars staðar, og að
gott væri að innleiða þær breytingar fyrr en seinna, sem ég kærði mig um að
gera og taldi þörf á. Ég tók það til bragðs að innleiða hið sígilda form mess-
unnar með gregorsku tónlagi, og að hafa altarissakramentið um hönd í annarri
hverri guðsþjónustu að jafnaði. Með þessu var stigið skref í átt til þess að auk
þátttöku safnaðarins í helgihaldinu, og að höfða til fleiri skilningarvita mann-
eskjunnar í lofgjörð hennar og tilbeiðslu í söfnuðinum en einnar saman sjónar
og heyrnar. Þetta mæltist vel fyrir, og tók fólk virkan þátt í altarisgöngunum,
mest þó í Oddasókn. Messað var þriðja hvern helgan dag í Oddakirkju og á
Stórólfshvoli, og annan hvern mánuð messaði ég á Keldum.
Sönglíf var með ágætum í prestakallinu og góðir kirkjukórar starfandi, þó
ekki við Keldnakirkju. Organisti þar og við Oddakirkju var Anna Magnúsdóttir
til 1992, og gegndi Guðjón Halldór Óskarsson starfi organista á Keldum síðan,
og einnig við Oddakirkju til 1998. Þá tók Nína María Morávek við, en hún var
jafnframt organisti í Þykkvabæ. Sameinaði hún kirkjukóra Odda- og Þykkva-
bæjarkirkna með góðum árangri, og hefur um árabil staðið fyrir myndarlegu
kórstarfi með börnum og unglingum. Nína var í leyfi veturinn 2000-2001, og
gegndi Magnús Ragnarsson þá organistastarfinu. Á Stórólfshvoli var Gunnar
Marmundsson organisti í minni tíð.
Barnaguðsþjónustur hélt ég í grunnskólanum á Hellu á sunnudagsmorgnum,
og í Stórólfshvolskirkju á laugardagsmorgnum frá októberbyrjun til páska. Þetta
starf mætti miklum áhuga og velvild. Á Hellu naut ég samstarfs ágætra hjóna úr
hvítasunnusöfnuðinum við þetta starf, þeirra Carinu Brengsjö og Kristins Ósk-
arssonar, en á Hvolsvelli störfuðum við Gunnar Marmundsson organisti saman
að þessu. Síðar prófaði ég að hafa barnastarfið í Oddakirkju á þessum sömu
tímum, en aðsókn að því varð ekki sem skyldi. Þar hjálpaði líka til, að sjón-
varpsstöðvarnar höfðu hafið samkeppni um barnaefni á sunnudagsmorgnum,
sem óneitanlega kom niður á aðsókn að barnastarfi kirkjunnar. Þegar leið á dvöl