Goðasteinn - 01.09.2010, Page 149
147
Goðasteinn 2010
Ég átti mikið samstarf við grunnskólana þrjá sem lágu innan Oddapresta-
kalls í minni tíð, þó ekki allir samtímis, og var raunar starfandi stundakennari
við Grunnskólann á Hellu fyrstu sjö árin mín í Odda.
Búskapardraumar mínir rættust í Odda. Bústofninn sem staðnum fylgdi,
kvígildisærnar 19, voru fóðraðar af Jóni Þorvarðarsyni í Vindási til hausts 1999,
en þá tók ég þær sjálfur á hús í nýreistu gripahúsi í Odda. Þar er og pláss fyrir
8 hesta og hafði ég þar 5 hross á fóðrum þegar flest var.
Mér rann snemma til rifja aðstöðuleysi sóknarprestsins í þorpinu á Hellu, þó
ekki sé ég talsmaður þess að flytja aðsetur hans þangað frá Odda. Til þess eru
söguleg rök allt of sterk, því prestar hafa setið í Odda óslitið frá 1076, og mik-
ilvægt að viðurkenna og meta þá staðfestu sem í því er fólgin fyrir samfélagið í
heild, ekki síst nú, þegar kallað er eftir kjölfestu gamalla gilda í samfélaginu. En
starfsaðstöðu í þorpinu var aðkallandi að fá, og braut ég oft heilann um hvernig
sú þörf yrði leyst svo vel færi. Það var svo árið 2004 sem skriður komst á þau
mál, og söfnuðurinn festi þá í árslok kaup á 140 m² iðnaðarhúsnæði á Hellu,
sem breytt var í safnaðarheimili Oddasóknar og tekið í notkun með húsbless-
un á þrenningarhátíð 2005. Þar er að finna ágætan safnaðarsal með eldhúsi,
skrifstofu sóknarprests og vinnuherbergi organista, herbergi Kvenfélags Odda-
Jóhanna virðir fyrir sér fannfergið heima við bæ. (Ljósm. Sigurður Jónsson)