Goðasteinn - 01.09.2010, Page 152
150
Goðasteinn 2010
Hér hefur verið margt sagt um Odda, dvöl presta þar
og upplifun þeirra af staðnum. Þar sem ég er nú búsett
á staðnum og þjónandi þar langar mig að horfa jafnvel
svolítið til framtíðar.
Nú eru að verða þrjú ár síðan ég hlaut prestsvígslu í
Skálholtskirkju hinn 18. júní 2006 og var vígð til Odda-
prestakalls. Sjálfri finnst mér enn eins og það hafi ver-
ið í gær, tíminn liðið hratt en um leið hafa þetta verið
lærdómsrík ár. Ég var að sjálfsögðu þakklát og glöð yfir
því að hljóta embætti og fá tækifæri til að þjóna í kirkj-
unni og ekki síður upp með mér að setjast að á hinum
sögufræga stað Odda. Ég var fyrsta konan sem vígð var til þjónustu í Odda
svo það má segja að það hafi verið ákveðið skref í sögu Oddastaðar. Það er
auðvelt að verða í fyrstu hrædd við söguna, óttast að standa ekki undir vænt-
ingum. Koma einnig svo ung að embættinu og mæta örlítið undrandi augum
eldra fólksins þegar ég kynni mig, stelpuna, sem nýja prestinn.
Við fjölskyldan, eigimaður minn Hreinn Óskarsson ásamt tveimur börnum,
fluttumst á staðinn í júlíbyrjun og urðum um leið heilluð af staðnum, börnin þá
bæði á leikskólaaldri svo það tók þau ekki langan tíma að aðlagast nýrri búsetu.
Í Odda eru ævintýrin við hvert fótmál, nóg pláss til að hlaupa um og leika, að
ógleymdum hinum töfrum líkustu vorkvöldum, þegar allt er svo stillt og varla
ástæða til að koma sér inn í háttinn meðan ekkert nema björt njóttin bíður og
fjöllin sýna sig hæverskelga en ákveðið. Þá er oft gaman að líta yfir staðinn og
ímynda sér hlutina, hvernig þeir blöstu við ábúendum í Odda fyrir 100 árum
eða hvað þá 1000.
Við komu mína í Odda naut ég þess að staðurinn og allt kirkjustarf var
með miklum sóma og til fyrirmyndar. Það er einstaklega dýrmætt fyrir ungan
Í Odda frá 2006
Sr. Guðbjörg Arnardóttir