Goðasteinn - 01.09.2010, Page 156
154
Goðasteinn 2010
Dómarnir um eignar og beitarrétt á Goðalandi
og trúverðugleika þeirra.
Árið 1578 var kveðinn upp dómur á héraðsþingi
að Kirkjulæk í Fljótshlíð, þar sem Breiðabólstað-
arkirkju var dæmdur eignarréttur á Goðalandi.
Presturinn á Breiðabólstað sr. Erasmus Vil-
latsson sótti mál þetta gegn nokkrum bændum,
sem búa fyrir austan vatn (austan Holtsóss) undir
Eyjafjöllum, sem hann sagði „að brúkað hefðu og
haldið fyrir sér kirkjunnar afrétt frá Breiðabólstað,
sem kallast Goðaland. Ræki og léti þangað optast reka sitt lambfé í aungu sínu
leyfi. En allir þeir sem þann afrétt hefði viljað hafa fyrir vestan Markarfljót, hafi
þegið leyfi af kirkjunnar formanni á Breiðabólstað“.
Líklegt er að þessir bændur undir Eyjafjöllum hafi talið sig eiga afréttarrétt-
indi á Goðalandi og því ekki þurft leyfi frá prestinum á Breiðabólstað fyrir
beitinni.
Þessi dómur var svo tekinn aftur til meðferðar af sérstökum dómi á þriggja
hreppa þingi að Lambey 14 maí, 1579, þar sem hann er sagður hafa verið sam-
þykktur, þó ekki sé til staðfesting á því af hálfu allra dómsmanna, heldur aðeins
tveggja þeirra, sem greina frá Lambeyjarsamþykktinni eins og það er nefnt,
með bréfi dagsettu að Breiðabólstað 30. maí, sama ár. Óvíst er hvort hægt er
að taka þá bókun gilda eins og hún væri staðfest á þinginu sjálfu, af öllum
þeim sem skipaðir höfðu verið í dóminn, þar sem hún virðist hafa verið gerð
af minnihluta dómsmanna, heima hjá öðrum málsaðilanum þ.e. prestinum á
Breiðabólstað 16 dögum seinna. Þegar þess er líka gætt að dómarnir eru aug-
ljóslega hlutdrægir m.a. að því leyti að ekkert kemur fram um, hvað Eyfellingar
Goðalandsafréttur
Guðjón Ólafsson