Goðasteinn - 01.09.2010, Page 157
155
Goðasteinn 2010
höfðu fram að færa sínum málstað til stuðnings, þó svo að ætla megi, að þeir
hafi lagt fram skrifleg gögn. Þá var ekkert minnst á hvenær kirkjan hafði eign-
ast Goðaland og hvernig.
Síðan eru þessir dómar staðfestir í Lögréttu 1588 með eftirfarandi undan-
tekningu: „Dæmdu þeir þá dóma og vitnisburði skjallega og mynduga, sem
herra Erasmus fram bar, þó að ókreinktu því jtaki sem konungsins jörðu til
kemur.“ (þó að undan teknum þeim hlutum sem konungsjörðunum tilheyra).
Þessi undantekning sem í dómi Alþingis frá 1588 felst, verður ekki skilin
á annan veg en þann, að konungur eigi einhverjar af þeim jörðum, sem búið
var að dæma gegn og þær skuli halda þeim ítökum eða hlutum sem þær áttu
í Goðalandi, en hlutir annarra jarða, sem hlut áttu að máli, skuli dæmast eign
Breiðabólstaðarkirkju.
En hverjar voru þær jarðir, sem konungur átti í Eyjafjallahreppi á þessum
tíma?
Í bókinni Íslenskt fornbréfasafn, öðru bindi, útg. 1895, bls. 684 segir:
„Merkreignir (Merkrlén) féllu undir konung á 15. öld, og mun það hafa verið
eftir Krossreið 1472. Voru það þessar jarðir: Stóra-Mörk hálf, Mið-Mörk, Fit
og Hali.
Í sömu bók bls. 676 segir: „Þegar Skógaeignir féllu undir konung (Skógalén)
sem mun hafa verið á 15. öld, voru þar í þessar jarðir: Eystri-Skógar, Ytri-Skóg-
ar, Drangshlíð, Skarðshlíð, Bakkakot, Hörðuskáli, Lambafell og Berjanes.“ Þær
8 jarðir sem kallaðar eru Skógaeignir, sem voru í konungs eign, þegar lögréttu-
dómurinn 1588 var kveðinn upp, hafa þá haldið þeim hlutum í Goðalandi, sem
þær áttu þar áður. Það voru afréttarréttindi og þeim gæti hafa fylgt nytjaskógur.
Sú undantekning að konungsjarðirnar skuli halda hlutum sínum, en ekki aðrar
jarðir á sama svæði, gerir dóminn mjög tortryggilegan.
Í þeim máldögum Breiðabólstaðarkirkju, sem skráðir eru í fornbréfasafninu
fyrir þann tíma sem Kirkjulækjardómurinn var kveðinn upp finnst Goðaland
ekki nefnt þegar taldar eru upp eignir og ítök hennar, ekki einu sinni í máldaga
Gísla biskups Jónssonar, sem skráður er við árið 1570, sem er 8 árum áður en
dómurinn á Kirkjulæk var kveðinn upp.
Með undantekningunni sem Lögréttudómurinn gerir um konungsjarðirn-
ar, felst viðurkenning á því að Goðaland hafi verið afréttarland bænda undir
Eyjafjöllum.
Á þeim tíma sem þessir dómar voru dæmdir, þurftu fátækir bændur oft að
þola mikinn yfirgang auðugra manna, sem annað hvort voru valdsmenn sjálfir
eða innundir hjá valdsmönnum konungs, án þess að koma nokkrum vörnum