Goðasteinn - 01.09.2010, Page 159
157
Goðasteinn 2010
Í Njálssögu er lýst leiðinni sem Flosi á Svínafelli og menn hans fóru milli
Skaftártungu og Fljótshlíðar, þegar þeir voru að fara til Bergþórshvols, þannig:
„----Síðan stigu þeir á hesta sína ok riðu á fjall ok svá til Fiskivatna ok riðu
nokkuru fyrir vestan vötnin ok stefndu svá vestr á sandinn, létu þeir þá Eyja-
fjallajökul á vinstri hönd sér, ok svá ofan í Goðaland ok svá til Markárfljóts ok
kómu um nónskeið annan dag vikunnar á Þríhyrningshálsa og biðu þar miðs
aftans.----“
Af þessari frásögn sögunnar og öðrum um ferðir Flosa og manna hans milli
Skaftártungu og Fljótshlíðar, má kunnugum vera ljóst að leið þeirra hefur legið
fyrir austan og norðan Mýrdalsjökul. En þá gátu þeir ekki komið ofan í Goða-
land sunnan Þórsmerkur, það hlýtur að hafa verið annað Goðaland. Það liggur
því beinast við, að þeir hafi komið niður á Emstrur.
Sveinn Pálsson segir í ferðabók sinni frá síðasta hluta 18. aldar, að gamalt
fólk í Fljótshlíð hafi sagt, að Emstrur hafi áður verið nefndar Goðaland. Þessu
tvennu ber þá alveg saman, um eldra nafn á Emstrum, að þær hafi áður heitað
Goðaland.
Höfundur Njálssögu lítur á Mýrdalsjökul og Eyjafjallajökul sem einn jökul,
sem hann kallar Eyjafjallajökul. Þegar hann segir fyrir norðan jökul, þá á hann
við báða jöklana sameiginlega. Þegar hann talar um að fara ofan í Goðaland,
getur hann ekki átt við Goðaland sunnan Þórsmerkur, því að til þess að fara þá
leið, verður að fara yfir þveran Mýrdalsjökul, en útilokað er að hópur ríðandi
manna, sem flýta þarf för sinni sem framast er hægt, fari slíka leið.
Í bókinni Göngur og réttir, önnur prentun, 1. bindi bls. 205 er þetta skráð.
„Allir kannast við að hinar víðáttumiklu auðnir hálendisins eru þögular um
fornar mannaferðir. Og þó að svo megi líka segja um Emstrur, þá er þar þó tal-
andi tákn um langvarandi straum ferðamanna. Suðvestan undir Stórusúlu eru
afar fornir og miklir götutroðningar. Þar hefir því einhverntíma verið alfaraleið,
þótt nú þyki með ólíkindum.“
Greinin sem þessi frásögn er tekin úr, er eftir Bergstein Ólafsson fyrr-
um bónda og oddvita á Árgilsstöðum í Hvolhreppi. Björgvin Guðjónsson frá
Brekkum í Hvolhreppi, sem oft fór í fjallferðir á Emstrur, kannast við að hafa
séð þessar götur. Hann segir að þær séu eftir mikla og langvarandi umferð.
(Munnleg heimild)
Af framanrituðu má staðkunnugum vera ljóst að lýsing Njáluhöfundar á
leiðinni úr Skaftártungu til Fljótshlíðar eða Þríhyrningshálsa, sýnir að hún hef-
ir legið austan og norðan við Mýrdalsjökul og síðan niður á Emstrur, sem þá
hafa heitið Goðaland eins og gamalt fólk í Fljótshlíðinni sagði Sveini Pálssyni
á síðasta áratug 18. aldar.