Goðasteinn - 01.09.2010, Síða 160
158
Goðasteinn 2010
Stórasúla er á innsta hluta Emstra, milli Bratthálskvíslar og Innri Emstruár.
Þessir fornu götutroðningar benda til þess, að á milli þessara áa hafi leiðin legið
yfir Markarfljót, en þarna er það miklu vatnsminna en framar.
Í máldaga Breiðabólstaðarkirkju frá árinu 1553 eru taldar upp jarðeignir og
ítök kirkjunnar sem hér greinir: „Kirkjan að Breiðabólstað í Fljótshlíð á heima-
land allt með gögnum og gæðum, hún á 12 jarðir í byggð og 5 lítt byggðar, því á
þær ganga vötn, hún á í málnyt geldum nautum og sauðum með köplum tíutigi
hundruð, nokkra eldiviðarskóga fjarri sér, litla afrétt norður langt í fjall, reka
sem kallast Maríufjara.“
Í þessari eignaskrá kirkjunnar, sem rituð er aðeins 25 árum áður en Kirkju-
lækjardómurinn var kveðinn upp er Goðaland ekki nefnt, sem bendir til þess,
að það hafi ekki verið talið til eigna hennar. Hin „litla afrétt norður langt í fjall„,
sem nefnd er í eignaskránni getur ekki átt við um Goðaland sunnan Þórsmerk-
ur, þar sem það er nokkru sunnar en í austur frá Breiðabólstað. Það væri ekki
heldur kallað lítil afrétt, þar sem það er 10 – 12 manna safn, og var áður fyrr,
meðan fráfærulömb gengu þar, smalað á 2 dögum.
Í öðrum máldögum kirkjunnar sem skráðir eru fyrir 1578 og birtir eru í hinu
prentaða fornbréfasafni, get ég ekki séð að Goðaland sé nokkurs staðar nefnt.
Afrétturinn Emstrur tilheyrði jörðum í Hvolhreppi. Samkvæmt jarðabók
Árna Magnússonar og Páls Vídalín, átti Breiðabólstaðarkirkja 3 jarðir í Hvol-
hreppi, það voru Uppsalir, Giljur og Þórunúpur, hún átti því hlut í Emstrum.
Og þó að Emstrur séu nokkuð stórar að flatarmáli, þá eru þar ekki hagar fyrir
margt fé, vegna mikilla gróðurlítilla sanda. Þó að gróður hafi kannski verið þar
meiri á 16. öld, sem þó er óvíst, þá hefur hlutur jarðanna þriggja í Hvolhreppi,
sem Breiðabólstaðarkirkja átti í Emstrum, ekki getað talist meira en lítil af-
rétt.
Algengt var að jarðeigendur tækju ýmis réttindi eða hlunnindi undan jörð-
um sínum og leigðu þau öðrum en ábúendum þeirra, ef hægt var að hafa meiri
tekjur af þeim með því móti, algengt var það með reka af fjörum. En vitanlegt
er að bændur í Landeyjum vantaði tilfinnanlega afrétt fyrir fráfærulömb og
geldfé, meðan fráfærur tíðkuðust og halda þurfti kvíaám frá öðru fé í högum,
en girðingar víða lélegar og sumstaðar engar.
Heimild um þessa litlu afrétt hef ég ekki fundið, nema í þessum eina mál-
daga, sem bendir til þess að það séu afréttar hlutir jarða kirkjunnar, sem hafa
verið látnir fylgja þeim að öllum jafni, en teknir undan þeim á vissu tímabili.
Eins og Sveinn Pálsson segir frá í ferðabók sinni, að gamalt fólk í Fljótshlíð
hafi sagt að Emstrur hafi áður verið nefndar Goðaland, þar gæti verið komin
„hin litla afrétt norður langt í fjall“ sem Breiðabólstaðarkirkju er talin í máldag-