Goðasteinn - 01.09.2010, Page 163
161
Goðasteinn 2010
eignast Goðaland sem afrétt þegar eignum hofsins var ráðstafað, eða skipt milli
goðorðsmanna Runólfs í Dal.
Það bendir því allt til þess, að dómarnir um Goðaland, hafi verið byggðir á
fölskum forsendum, og óvíst er hvort þeir hafi verið virtir, eða eftir þeim farið
um notkun á Goðalandi, þar sem bændurnir undir Eyjafjöllum hafa vitað að
þeir höfðu átt það sem afrétt frá fornu fari, en undanþágan um konungsjarðirnar
gert prestunum á Breiðabólstað erfitt fyrir, um að nýta sér beitina þar í sam-
keppni við bændurna, sem á konungsjörðunum bjuggu. Vitnastefnan í Holti
um Goðalandsafrétt 1720, og þá sérstaklega vitnisburður Halldórs á Hrútafelli,
bendir til þess að bændurnir almennt á þessu umrædda svæði, hafi notað Goða-
land án leyfis prestsins fyrir 1720.
Ekki hefur sr. Þorleifur Arason lengi notið gróðans af Goðalandi því hann
druknaði í Markarfljóti í janúar 1727.
Eftir stendur, að ekki verður betur séð, en að jarðirnar undir Eyjafjöllum,
sem voru í konungseign á 16. öld og átt höfðu Goðaland áður, eigi enn beitarrétt
þar.
Sr. Erasmus varð prestur á Breiðabólstað árið 1576, hann hefur því ekki ver-
ið búinn að vera þar nema 2 ár þegar Kirkjulækjardómurinn um Goðaland fer
fram, því er líklegt að vottorðin sem hann lagði fram fyrir dóminn hafi verið úr
fórum fovera hans, þar sem tveir þeirra sem undir þau höfðu skrifað voru látnir
þegar dómurinn var kveðinn upp. Það gæti því vel verið að hann hafi ekki vitað
betur en að þau ættu við um Goðaland syðra.
Ritað í febrúar árið 2000.
Með viðauka og nokkrum breytingum í mars 2010.
Guðjón Ólafsson
Syðstu-Mörk