Goðasteinn - 01.09.2010, Page 173
171
Goðasteinn 2010
sjón með starfsseminni þar og hefur ásýnd staðarins tekið miklum breytingum
til batnaðar. Enn er þó óunnið mikið verk í að færa úrgangsmál til betri vegar
í sveitarfélaginu.
Vegna erfiðs atvinnuástands var brugðið á það ráð að fjölga verulega ungu
fólki í Vinnuskólanum og skilaði það átak sér í fegruðu umhverfi víða í sveitar-
félaginu. Meira var hugað að ungu fólki og börnum og hófst samfella milli
skólastarfs annars vegar og íþrótta- og tómstundastarfs hins vegar. Með því var
starfsdagur skólabarna þéttur og styttur. Mæltist þetta framtak vel hjá börnum
og foreldrum þeirra. Fullorðna fólkið fékk líka sinn skerf af hreyfingu þegar
ný líkamsræktarstöð opnaði í kjallara sundlaugarinnar á Hellu um mitt sum-
ar. Strax var slegið met í þátttöku og seldust fleiri aðgangskort en áður hafði
þekkst. Ekkert verður í annál sett með mætingu manna, en áhugi var mikill.
Tengibygging milli Suðurlandsvegar 1 og 3 á Hellu hafði verið í undirbún-
ingi frá árinu 2006 en um mitt ár 2009 hófust loks framkvæmdir og féll það í
hlut heimamanna, verktakafyrirtækisins Rauðáss ehf. að vinna fyrsta áfanga
byggingarinnar. Tengibyggingunni er ætlað að auðvelda aðgengi að húsunum
beggja megin, enda fjölsótt þjónusta veitt í báðum húsum. Þar verður einn-
ig gert ráð fyrir verslun og þjónustu af fjölbreyttu tagi. Nýframkvæmdinni er
einnig ætlað að bæta útlit húsanna og þannig ásýnd Hellu, enda staðsetningin
afar góð, í miðjum bænum við hinn fjölfarna Suðurlandsveg. Með ferjusigl-
ingum frá Landeyjahöfn til Vestmannaeyja má búast við ennþá meiri fjölda
um Hellu og því mikilvægt að höfða til vegfarenda með aðlaðandi hætti hvað
varðar verslun og þjónustu.
Sveitarfélagið stóð í landakaupum á árinu og er þar átt við kaup á nokkrum
landskikum. Mest í kringum Helluflugvöll og skiki í Þykkvabæ. Var þar verið
að klára ókláruð mál, sum margra áratuga gömul. Greiðslur vegna landakaup-
anna voru með óhefðbundnum hætti, en sveitarfélagið greiddi fyrir skikana
með áburði á tún umhverfis flugvöllinn. Sýndist þar sitt hverjum, að greiða
með svo ótraustum gjaldmiðli, en á móti kom að greiðslan kom fram í grænum
gróandanum umhverfinu til prýðis.
Fjölmargt mætti upp telja í annál 2009; svo sem kosningar til Alþingis og
framboðsmál, óvenjugott veðurfar, jafnt sumar sem vetur, en það verður þó
ekki gert að þessu sinni. Þó er ástæða til að minnast á vel heppnaða sumarhátíð
hestamanna sem haldin var á Gaddstaðaflötum í ágúst og var vel sótt. Og í
lokin verður að telja upp góða veiði í sveitarfélaginu. Um sumarið veiddust