Goðasteinn - 01.09.2010, Síða 176
174
Goðasteinn 2010
ónýtanlegt og notaði það til nýsmíða. Skömmu eftir að heybindivélarnar komu
á markað, smíðaði hann t.a.m. langt og mikið baggafæriband drifið af drátt-
arvél, úr efni sem honum hafði áskotnast, til að létta sér og sínum störfin við að
koma böggunum í hlöðu, sem var mikil vinna eins og bændur þekkja. Einnig
smíðaði hann hestakerru, heyvagna og hliðgrindur svo fátt eitt sé nefnt.
Í tæp 20 ár var Árni Jóhannsson í Teigi fjallkóngur Fljótshlíðnga í fyrstu
leit á Grænafjalli. Hann fór ungur til fjalls og smalaði á afrétti Fljótshlíðinga á
hartnær 60 ár. Honum voru falin ýmis trúnaðarstörf, sat í stjórn hestamanna-
félagsins Geysis í all nokkur ár, var fulltrúi félagsins á Landsþingum Lands-
sambands hestamanna um árabil og var sæmdur gullmerki Landssambandsins
fyrir störf í þágu hestamanna. Árni var til nokkurra ára sóknarnefndarformaður
Hlíðarendasóknar sem kirkja og söfnuður þakka fyrir.
Árni og Jónína hlutu margs konar verðlaun og viðurkenningar fyrir fram-
úrskarandi búskap og búfjárrækt.
Árni Jóhannsson í Teigi var bóndi af lífi og sál og hestamaður og hestaunn-
andi af öllum lífs og sálarkröftum. Hann hafði þvílíkt yndi af hestum, umgengni
við þá, þekkingu á þeim, getu þeirra, eðli og eiginleikum að unun var með að
fylgjast og á að hlýða þegar hann miðlaði af þessum botnlausa þekkingarbrunni
hestamennsku sinnar. Árni andaðist 3. desember og fór útför hans fram frá
Breiðabólstaðarkirkju 16. desember 2009.
Sr. Önundur Björnsson
Dagbjartur Kristinn Gunnarsson
Dagbjartur Kristinn Gunnarsson, ævinlega kallaður
Kái, fæddist í Marteinstungu í Holtum 24. nóvember
1913. Átti hann til gróinna rangæskra bændaætta að
telja, sonur hjónanna þar Guðrúnar Kristjánsdóttur og
Gunnars Einarssonar. Systkinin voru fjögur, þau Ólöf
Kristjana, tvíburabræðurnir Kái og Guttormur Ármann
og Kristján J.
Kái ólst upp í foreldrahúsum í Marteinstungu ásamt
systkinum sínum. Um tvítugs aldurinn hleypti hann
heimdraganum og hélt til Reykjavíkur og vann þar einn vetur sem mjólkurpóst-
ur, en hélt þá á vetrarvertíð í Voga á Vatnsleysuströnd, og urðu það einir sjö
vetur, en hann kom jafnan heim á sumrin og haustin og lagði heimilinu lið.
Í Marteinstungu var ævinlega mikill gestagangur, því þar var þinghús sveit-
arinnar um langt skeið og þar var bókasafnið hýst og sinnti Kái bókavörsl-