Goðasteinn - 01.09.2010, Síða 177
175
Goðasteinn 2010
unni allt þar til safnið var flutt að Laugalandi. Eins var símstöð sveitarinnar í
Marteinstungu um tíma og sá hann um símavörsluna meðan stöðin var þar. Því
voru mörg erindin sem sveitungarnir áttu á heimilið í Marteinstungu og þangað
var ævinlega gott að koma, móttökurnar hjartanlegar og greiðviknin öllu heim-
ilisfólkinu í blóð borin. Kái var einnig umboðsmaður fyrir skattstjóra Suður-
landsumdæmis í Holtahreppi í nokkur ár, en í því starfi fólst að fara á milli bæja
í sveitinni og hjálpa fólki við skattframtölin.
Hann var mikill kirkjunnar maður líkt og fjölskyldan öll sem hefur hlúð
að og sinnt um Marteinstungukirkju af svo mikilli hlýju og væntumþykju alla
tíð og um árabil var Kái gjaldkeri hennar og safnaðarfulltrúi, auk þess að vera
hringjari og kirkjuvörður.
Ásamt þessum fyrrgreindu störfum tók Kái fullan þátt í búskapnum í Mart-
einstungu, fyrst með foreldrum sínum og síðar með Guttormi bróður sínum,
uns hann dró sig í hlé af heilsufarsástæðum um sextugsaldurinn.
Kái var hlýr maður og lét sér annt um allt sitt fólk og nágrenni. Og eiga
bræðrabörn hans í Marteinstungu sem ólust upp með Káa frænda sínum og öll
systkinabörn hans um hann dýrmætar minningar. Hann studdi þau í námi og
leik og hvatti til dáða og fólkinu sínu gaf hann tryggð sína alla. Því það vissi
hann að var það sem gaf lífinu gildi, enda endurspeglaðist lífsviðhorf hans í
mildi og nærgætni gagnvart öðrum, umburðarlyndi og þeim eiginleika að sjá
jafnan fremur kosti annarra manna en galla þeirra.
Hann fylgdist vel með í dagsins önn og allri þjóðmálaumræðu, hafði yndi
af lestri góðra bóka og las flestar þær stundir er hann hafði aflögu, sér í lagi
ljóðabækur, þjóðlegan fróðleik og sagnaminni. Hann hlaut í vöggugjöf næmi
fyrir íslenskri tungu og máli, hafði á takteinum vísur og stökur við öll tækifæri
og hafði einstaklega fagra rithönd.
Þegar hann dró sig í hlé frá búskapnum, flutti hann að Selfossi og vann þar
við smíðar þar til hann færði sig um set að Ási í Hveragerði, og þar stundaði
hann gróðurhúsavinnu uns hann lét alveg af störfum og flutti að dvalar- og
hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík, og dvaldi þar við hlýju og góðan að-
búnað í nær 25 ár. Hann lést þar þann 28. júní, 95 ára að aldri. Útför hans fór
fram frá Marteinstungukirkju 4. júlí 2009.
Sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir