Goðasteinn - 01.09.2010, Page 178
176
Goðasteinn 2010
Eggert Ólafsson
Eggert Ólafsson fæddist í Reykjavík 14. september
1940. Foreldrar hans voru Ólafur Sigurðsson vélstjóri,
og Þuríður Guðmundsdóttir, húsmóðir. Eggert ólst upp
í Reykjavík. Systkini Eggerts eru Hrafnhildur fædd 15.
desember 1937, Sigrún fædd 19. september 1939, Örn
fæddur 30. mars 1942 og Sigurður fæddur 12. júní 1951.
Eggert átti einn hálfbróðir Bjarna samfeðra.
Hinn 31. desember 1989 kvæntist Eggert Huldu Sól-
borgu Eggertsdóttur, hún er fædd 16. mars 1943. Synir
Huldu eru Eggert Valur fæddur 15. ágúst 1963 og Sigurður Bjarni fæddur 12.
september 1964. Fyrir átti Eggert tvær dætur Fanneyju Ósk og Elínu Rún og
átti Eggert eitt barnabarn.
Eggert lærði í vélsmiðjunni Héðni í Reykjavík og fór síðan í Vélskóla Ís-
lands þar sem hann útskrifaðist sem vélstjóri eftir að námi lauk. Hann hóf störf
hjá Landhelgisgæslu Íslands og starfaði á varðskipum gæslunar alla tíð sem
vélstjóri. Hin síðustu ár var hann yfirvélstjóri á varðskipinu Ægi. Var hann vin-
sæll og vel látið af störfum hans hjá Landhelgisgæslunni. Leið honum vel þessi
ár sem hann starfaði hjá Landhelgisgæslunni og þegar hann sýndi myndir frá
þessum árum eða talaði um þau var hann stoltur og ánægður með þennan tíma.
Árið 1992 lét hann af störfum vegna veikinda.
Fyrir 12 árum fluttu Eggert og Hulda á Hellu og leið þar vel. Eggert sinnti þar
félagsmálum, var félagi í Lionsklúbbnum Skyggni. Hann starfaði einnig með
félagi eldri borgara í Rangávallarsýslu og varð formaður þess félags fyrir fjór-
um árum, gegndi því embætti til hinsta dags. Hann var ötull í því starfi og vann
fyrir félagið af heilindum og krafti. Hann sótti handavinnu hjá félaginu og gerði
þar fallega hluti, skar út og gerði m.a. lampa með tilvísun í hans störf og mennt-
un. Hann hafði gaman af veiði og eiga þau hjónin margar góðar minningar um
skemmtilegar utanlandsferðir, einkum ferðir til Kanarýeyja yfir vetrartímann.
Eggert var traustur maður, átti gott með að gleðjast en bjó yfir rólyndi. Hann
var traustur og góður vinur og félagi. Eggerts verður minnst á margan og ólíkan
hátt. Hver minning sem honum er tengd er fjölskyldu hans og vinum sérstök.
Aðfarnótt 12. desember 2009 varð Eggert bráðkvaddur að heimili sínu Bo-
gatúni 13 á Hellu. Útför hans var gerð frá Oddakirkju 19. desember 2009.
Sr. Guðbjörg Arnardóttir