Goðasteinn - 01.09.2010, Blaðsíða 179
177
Goðasteinn 2010
Eygló Markúsdóttir frá Ysta-Bæli.
Hún fæddist 10. júlí 1933 að Borgareyrum í Vest-
ur-Eyjafjallahreppi foreldrum sínum Markúsi Jónssyni,
söðlasmið og Sigríði Magnúsdóttur frá Álfhólahjáleigu
í Vestur-Landeyjum og var hún fjórða elst í hópi 10
fæddra barna þeirra, en nú eru eftirlifandi: Hrefna, Erla,
Grímur Bjarni, Ester, Þorsteinn Ólafur og Erna.
Eygló lauk barnaskólanámi með hæstu einkunn, 10
í flestum fögum og upp úr fermingu var hún lánuð til
vinnu á heimilum í sveitinni. Og 15 ára fékk hún að
fara á dansleik að Heimalandi og varð ástfangin. Hún var það reyndar alla ævi
af sama manninum, Sveinbirni Ingimundarsyni frá Ysta-Bæli. Fyrstu börnin
þeirra fæddust í Borgareyrum, Örn 1951 og óskírður drengur sem þau misstu
1953. Þau giftu sig í Holti á þriðja í jólum 1952, sem upp frá því varð sérstak-
ur hátíðardagur jóla í lífi þeirra, en það ár hófu þau búskap í Ysta-Bæli með
foreldrum Sveinbjörns, Ingimundi Brandssyni og Ingiríði Eyjólfsdóttur. Jörðin
var erfið búskaparjörð, sem hafði spillst af ágangi Laugarár og Svaðbælisár og
heimilið sem var mannmargt, hafði enga sér aðstöðu fyrir ungu fjölskylduna,
sem var að hefja lífið saman. Það var eins og Eygló hefði verið búin undir þetta,
því brosið hennar og gleðin í fasi, sigraði öll viðfangsefni. Og með mikilli gleði
og þakklæti til Guðs var tekið á móti hverju nýju barni sem fæddist í Ysta-Bæli:
Sigurður Ingi 1954, Markús Gunnar 1956, Ingimundur 1960, Hrafn 1961, Ester
1963 og Helga Sif 1972.
Eygló mætti hverjum degi sívinnandi, en þó gaf hún sér alltaf tíma til að
hlusta á aðra, hvetja til dáða, taka svo glöð á móti gestum og útlendingum,
sem hún lærði tungumál af, en jafnframt kenndi hún þeim íslensku. Var bóndi í
bústörfum, nærgætin við húsdýrin, hjálpaði við burð á sérstakan hátt og innan
dyra húsmóðirin, sem eins og töfraði fram gómsætan mat eða veislu, saumaði
fötin á börnin sín og fjölskylduna, ræktaði heimilisgarðinn sinn með svo sér-
stökum hætti, tók á móti fólki sem leitaði hjálpar og svara um framtíðina, sem
hún reyndi að svara með sínum dulrænu hæfileikum, tók þátt í félagsstörfunum
og starfi kvenfélagsins í sveitinni og var sönn baráttukona fyrir rétti kvenna
og þeirra sem máttu sín minna í þjóðfélaginu, eins og sést m.a. í ljóði hennar:
“Kveikja kvenfélagsins – var konunnar leynda þrá, - metnaður morgundagsins
– að mega takast hér á – við torsóttar þrautir og þora – að þræða hinn grýtta
mel. - Glíman um gæfu vora – getur því endað vel. – Visku sýndu í vanda – vertu
í engu hálf. – Máttugir margir standa, mundu að vera þú sjálf.”
Hún sýndi alltaf visku í vanda og var í engu hálf, alltaf heil í öllu sem hún