Goðasteinn - 01.09.2010, Side 180
178
Goðasteinn 2010
tókst á við. Saman bættu þau jörðina og byggðu með börnum sínum stórt
íbúðarhús með mörgum herbergjum þar sem þau gátu tekið á móti öllum með
hjartahlýju sinni.
Þegar börnin höfðu flutst að heiman og stofnað sín heimili, öll nema yngsta
dóttirin Helga Sif, sem hóf búskap með manni sínum Hauki Erni Jónssyni,
brugðu Eygló og Sveinbjörn búi 1996 og fluttu á Seltjarnarnes en þremur árum
síðar að Álfaskeiði 43 í Hafnafirði, þar sem þau áttu sitt heimili síðan saman,
ferðuðust saman og tóku þátt í starfi og ferðum kvæðamannafélagsins Iðunnar
með tilhlökkun gagnvart hverri ferð, og áttu hvern dag saman eins og hún orti
til manns síns með afmælisgjöf í þakkarstöku: “Góðar allar stundir gengnar –
glöð ég þakka vil – og gjafirnar af forsjón fengnar – fylgjumst elli til.”
Það varð allt til þess er hún andaðist á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi
2. ágúst 2009. Útför hennar fór fram frá Hafnarfjarðarkirkju 18. ágúst.
Sr. Halldór Gunnarsson
Guðbjörg Auðunsdóttir frá Minni-Völlum
Guðbjörg Auðunsdóttir fæddist í Svínhaga á Rang-
árvöllum þann 18. apríl 1920. Átti hún til gróinna rang-
æskra bændaætta að telja, dóttir hjónanna þar, Jóhönnu
Katrínar Helgadóttur og Auðuns Jónssonar. Börn þeirra
hjóna voru 13 að tölu og voru, auk Guðbjargar þau;
Helgi f. 1903, Magnea Katrín f. 1904, Guðjón Ólafur f.
1906, Áslaug f. 1907 en lést á fyrsta aldursári, Eiríkur
f. 1908, Ágúst f. 1909 , Margrét Una f. 1912, Áslaug f.
1913 lést ársgömul, Guðmundur f. 1914, Guðni f. 1915
lést ársgamall, Óskar f. 1916, Ásgeir f. 1918. Einnig áttu þau hálfbróðir Tómas,
samfeðra, f. 1897 er dó ungur.
Frá barnæsku vandist Guðbjörg eins og flest önnur börn á þeim tíma við
öll venjubundin og nauðsynleg störf sveitaheimilisins og naut hefðbundinnar
barnafræðslu í uppvextinum. Auðunn faðir hennar andaðist árið 1923 en Jó-
hanna móðir hennar bjó áfram í Svínhaga með börnum sínum, uns hún flutti
að Minni-Völlum, ásamt þeim Óskari, Ásgeiri og Guðbjörgu en þau hófu þar
búskap árið 1952.
Eljusemi og iðni var þeim systkinum öllum eðlislæg. Þau voru samtaka í öllu
sem að búinu laut og búskapurinn, fyrst í Svínhaga og síðan að Minni-Völlum
var ævistarf þeirra þriggja. Þar átti Guðbjörg sinn æskureit og starfsdag. Þeg-
ar þau systkin fluttu að Minni-Völlum tóku við ár uppbyggingar og búskapar.